þriðjudagur, febrúar 18, 2003

Komin ný vika, helgin var mjög góð. Ég er búin að taka 8 sinnum leigubíl síðan ég bloggaði seinast. Geri aðrir betur, hehh!
Ég átti ammæælii á föstudaginn, Valentínusardaginn, V-daginn! Ég var 6 ára sko, þeas fyrir 6 árum missti ég stimpil er kenndur er við jómfrúr! Já einmitt þið hafið rétt fyrir ykkur: Ég er væmin. Það er væmið að missa meydóm á Valentínusardag! hahahaha og mér er líka alveg sama!
Þið miður var ekki hægt að halda "almennilega" uppá afmælið. Einu sinni í mánuði getur maður það ekki nebbla;)

Júróvisjón: ég var þar sem hlutirnir voru að gerast eða í H-skólabíó. Var að vinna frá hádegi til miðnættis. Og þetta varð bara hinn skemmtilegasti dagur. Mér fannst þetta bara fín keppni, fyrir utan úrslit að vísu. Ég hélt með Heiðu í tangó. Það var sko stelpurokk að mínu mati. En Birgitta verður bara sæt í Riga með ömurlegt lag...þaðverðurbaraaðhafaþað! hmmm
Eftir júróvinnu hélt ég í partý (auðvitað í taxa, fór líka í taxa í vinnunna í háskólabíó) til Maj-Brittar. Það var partý og þar var mikið til af áfengi og gestir og partýhaldari voru búnir að vera duglegir við drykkju. Frekar fyndið að koma svona bláedrú inní svona fyllerí. En áður en ég vissi af var ég orðin tipsy eftir nokkra kokteila. Skemmti mér konunglega við dans og söng en ákvað að vísu að vera skynsöm (eeeehummm) og fara snemma heim og sleppti bænum í þetta skiptið.

Núna eru bara 4 dagar í DJ ELD oG HRESSAR generalprufuna...shææææt hvað ég hlakka til! Ég og Harpa vorum fram á nótt í nótt að undirbúa...þvílikur dugnaður á einum bæ!

Engin ummæli: