þriðjudagur, febrúar 25, 2003

úpps komin þriðjudagur, allar svaka spenntir að heyra hvernig laugardagskvöldið var.....

...enda var líka ógeðslega gaman!!!!!!
Partýið byrjaði pent. Við plötusnúðar byrjuðum flottar á því með kosmó í annari og völdum lög af nærgætni með hinni. Skiptingar á milli laga voru óaðfinnanlegar og smámsaman fylltist dansgólfið. Við höfðum litla bók sem fólk gat beðið um óskalög í, við vildum ekki að herbergið sem lagatölvan var í mynda vera þéttsetið af fólki. Allt gekk vel, fólk fékk sín lög, dansaði, söng og sötraði bjór.

Eftir miðnætti:
Plötusnúðar komnar með kosmó í hálfslítraglös í vinstri, bjór í hina og sígarettu í munnvikinu. Íbúðin var svo stöppuð að hver og einn átti sinn 1/4 fermeter og ef e-r þurfti að hreyfa þá kom svona hreyfibylgja. Allir orðnir vel í því, drekkandi allt annað en sitt eigið áfengi og lagaval var í höndum ALLRA og tölvunnar sjálfrar, því plötusnúðar voru uppteknir við dans, djamm og drykkju. En samt sem áður eintóm gleði og hamingja meðal gesta og sjálfra festhaldara:)

Eins og ég segji mikið af skemmtilegu fólki, skemmtileg tónlist og mikið áfengi....þetta var eftirminnilegt partý með fullt af fyndum uppákomum sem ég nenni nú ekki að rekja hér á skjánum. hehhh

En nú er Dj eld að leggja í víking til Finnlands í 2 mánuði....næsta gigg verður í vor og þá verður það á almennum skemmtistað þar sem þetta verður tekið með tvöföldu trompi og þá verðum búnar að læra að BEATMIXA og safna ennfleiri lögum...æfingin skapar meistarann og ég ætla í þjálfun! íhaaa

takk fyrir mig

Engin ummæli: