-eytt dásamlegri helgi með bræðrum mínum og Unu mágkonu í Malmö
-farið 3var í fallturninn í Tívolí-inu í Kaupmannahöfn, ásamt öllum öðrum tækjum líka
-hlegið svo mikið að það kom næstum því blauttíbussurnar í klessubílunum, klassík!
-snætt delicatess-pick nick á torfulögðum ruslahaug sem spilar rómantíska tónlist
-horft á Júróvisjón og undrast á sameiginlegum vondum stíl Evrópu, en elskað dansatriðið í vinningslaginu
-farið í upptökuver með hljómsveitinni Ámundsbörn, en orðið að hætta við tökur vegna "skapandi ágreinings"
-borðað sushi, séð Indiana Jones, grillað í parkinu og séð heila seríu af XoXo Gossip Girl
-hundsað óvenjulega mörg drunk dialing símtöl um miðjar nætur
-séð einn áhrifamesta mann tónlistar flytja tónlist í umb 2 tíma, Bob Dylan
-heyrt Sölva kærasta minn segja nafnið mitt, eða Díjá, í fyrsta skipti. Bræðir hjartað.
-gengið á Esjuna
-gengið í gegnum allan tilfinningaskalann
-keyrt á 120 km hraða á Jet-ski á Hafravatni, fengið adrenalín kikk og náttúrulega vímu
-setið í hliðarvagni á rússnesku mótórhjóli og rúntað um á seltjarnarnesi og gróttu í miðnætursólinni
-farið með bílinn minn í Löður, og verið að dást að litadýrðinni í öllum sápunum og svömpunum þar. Soldið 80´s style hjá Löðri.
-séð tónleikana Ferð án fyrirheits
-staðið inni á Hressó þegar suðurlandsskjálftinn 08 reið yfir, var með riðu í nokkurn tíma eftir á
-borðað á Gló og mæli með því. Einnig borðað á Thorvaldsen og mæli ekki með því.
-fundist cesar salatið á B5 það besta í bænum.
-reynt að komast til New York, án árangurs
-fengið yndislega leyndó frétt
-unnið á tónleikum John Fogerty, ekki vitað neitt um manninn áður, þekkt síðan öll lögin, kóngur slagaranna
-fagnað innilega þegar súper size vann AMNT
-planað ferð á SATC; kjólar, kokteilar og kynþokkafullar kynsystur mínar. Gaman saman:)
-haft góða tilfinningu fyrir sumrinu, mallakútur fullur af fiðrildum
Sjáum hvað setur, bæjó!
föstudagur, maí 30, 2008
mánudagur, maí 19, 2008
Átök
Nú er ég í átaksstuði. Alveg hreint tryllt í að taka allskonar átök. Til að byrja með ætla ég að finna myndavélina mína og taka fleiri myndir. Myndatökuátak. Svo ætla ég líka að klára myndavegginn sem er hjá borðstofuborðinu mínu. Það gæti flokkast undir heimilisátökin mín. En ég hef einmitt tekið svefniherbergið og baðherbergið í gegn á sl. dögum. Verð að taka það fram að ég hefði aldrei, aldrei getað gert það án Siggu minnar, huggulegur verkstjór þar. Heimilisátakið er stórt og mikið, enda bý ég í 100 ára gömlu húsi (byggt 1908!). Babysteps, babysteps.
Já og svo er það nú alltaf sama heilsu og útlits átakið. Næsta skref þar er það að ég var að skrá mig í RopeYoga með Báru einkaþjálfara. Og svo þegar pjéningar byrja að streyma inn (og kraftaverkin gerast enn) þá ætla ég að fá mér e-n massaðan einkaþjálfara í Laugum og taka þetta með trompi. Get ekki beðið. Það er nefnilega svo heitt að vera með einkaþjálfara skilst mér.
Svo er það Esjan á þriðjudagskvöldum. Fjallgönguátak er mjög gott átak. Og ekki spillir íslensk birta vorsins fyrir. Hana elska ég.
Já og svo er það nú alltaf sama heilsu og útlits átakið. Næsta skref þar er það að ég var að skrá mig í RopeYoga með Báru einkaþjálfara. Og svo þegar pjéningar byrja að streyma inn (og kraftaverkin gerast enn) þá ætla ég að fá mér e-n massaðan einkaþjálfara í Laugum og taka þetta með trompi. Get ekki beðið. Það er nefnilega svo heitt að vera með einkaþjálfara skilst mér.
Svo er það Esjan á þriðjudagskvöldum. Fjallgönguátak er mjög gott átak. Og ekki spillir íslensk birta vorsins fyrir. Hana elska ég.
sunnudagur, maí 18, 2008
þriðjudagur, maí 06, 2008
Stjörnuspeki
Um daginn var stjörnuspáin mín (og allra Hrúta) einhvernveginn svohljóðandi:
"Gættu hvers þú óskar þér, Guðirnir hlusta og þú veist aldrei hvaða draumar rætast"
Ég er ekki frá því að þessi spá sé að rætast. Ótrúlegt hvað allt gerist stundum á sama tíma.
Í dag var svona dagur sem ég fékk svima af valkvíða.
Gaman að því.
"Gættu hvers þú óskar þér, Guðirnir hlusta og þú veist aldrei hvaða draumar rætast"
Ég er ekki frá því að þessi spá sé að rætast. Ótrúlegt hvað allt gerist stundum á sama tíma.
Í dag var svona dagur sem ég fékk svima af valkvíða.
Gaman að því.