fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Auglýsingar

Jæja Hemmi minn!
Ég verð bara að segja það að ég er voðalega ánægð að hafa skráð mig í þennan kúrs sem ég er í uppí HR. Já ég verð bara að segja það. Mjög gaman að fá dýpri sýn inn í heim sem maður hefur brennandi áhuga á.
Sjálf er ég ekki alin upp á mjög pólitísku heimili, herre gud hvað þá íþrótta. En ég var dregin á allar menningarlega viðburði og sýningar, sjaldnast með tilliti til aldurs míns, og svo var mikið spáð í hönnun og auglýsingum. Þetta drakk ég áreynslulaust í mig í allri sinni dýrð.
Aftur að kúrsinum; en vegna hans er ég að spá í auglýsingum og markaðsetningu á annan hátt en ella. Og hef óskaplega gaman að. Er að spá í birtinga tíðni, hvernig markaðssetningin er samsett og fleira rugli.
Díses ég man ekkert afhverju ég byrjaði að skrifa um skólann og auglýsingar. Svo það er ekkert point með þessu.

Allavega; ég var að horfa á auglýsingarnar (á milli frétta og Kastljós-priiiime tiiiime) og þá kom LífÍs auglýsingin. Hún er um mann sem listar upp "hluti sem hann vill gera áður en hann verður fertugur". Ég er með svona lista. Nema bara ekki á blaði. Og alltaf þegar ég sé þessa auglýsingu hugsa ég "ok starta þessum lista og skrifa jafn óðum á hann....og svo auðvitað framkvæma"

Svona listi er örugglega skemmtilegasti "to-do" listinn af öllum. Ég mæli með þessu. Stórir og smáir draumar, allir eiga þeir heima á þessum lista. Munið bara að minningar eru það eina sem við tökum með okkur inní framtíðina...og eeeeeilífðina. Úúú!
Stundum á ég voðalega bágt með að greina á milli drauma og markmiða. Er e-r með svarið?
Hérna er eitt mjög sniðugt 43 things

Ps. Kíkið í DV um helgina. Hver veit nema ykkar einlæg sé að deila e-um leyndarmálum um sjálfa sig.

sunnudagur, febrúar 24, 2008

Örfréttir um líf mitt

Var að koma heim frá Osló, mjög skemmtilegt þarna á By:Larm. Fín svona tónleikahátíðarborg. Ég held að ég sé búin að vera ofmeta Reykjavík síðast liðin ár. En það er bara sætt álykta ég.
---
Kvót af Msn:
Halla : Hefur þú komið áður til Austfjarða?
Diljá: Nei, en ég hef komið þrisvar sinnum til Las Vegas.
Kvót endar.
Ég hef ákveðið að henda mér oftar í ferðir út á land. Ísland. Næst verður það Ísafjörður á Aldrei fór ég suður. Ég held að það eigi eftir að vera gleðileg ferð.
----
Klukkan er 20.50 á sunnudagskvöldi og ég er að horfa á Stöð 2, á þátt sem á að vera í læstri dagskrá. Ég skil þetta ekki alveg og bara þegar ég skrifa þetta er ég hrædd um að að jinxa Stöð 2 burt.
----
Á morgun er ég að fara til tannlæknis, og það í fyrsta skipti í nokkur ár. Ég er ekki tannlæknahrædd, en ég er mjög tannlækna-kostnaðar-hrædd. Og sagði konunni á símanum að ég væri með skemmdir og fleira sem þarf að gera við, en ég væri einfaldlega á budgeti.
Sjáum hvernig þau klóra sig út úr því. Já eða ég þá.
---
Það er ekki mjög hagstætt að fara oft til útlanda. Þó um vinnuferðir sé að ræða. Svo er það líka fitandi.
---
Meira var það ekki í kvöld.

þriðjudagur, febrúar 19, 2008

Bílastæðaperversjón, Brussel og By:Larm

Ég er bílastæðapervert og mér er tjáð að ég erfi það líklegast frá henni móður minni, sem er einnig einn slíkur og kenndi mér þetta orð: Bílastæðapervert.
Ég fæ mikið út úr því að sjá ákv. stæði laus, því ég á mér að sjálfsögðu uppáhaldsstæði á þeim stöðum sem ég þekki mig vel til á. Í kringum heimili mitt eru það nokkur, í Laugum eru það stæðin næst stöðinni...já og yfirleitt eru það kannski stæði sem eru næst áfangastað mínum, og eru ókeypis OG auðvelt að leggja í.
Það er því ákv climax að sjá stæði laus eða losna þegar ég ber að garði. Ó já.

Tónleikarnir í Brussel sl. föstudagskvöld voru velheppnaðir í alla staði. Menningarmiðstöðun Bozar er flottasta tónleikahús sem ég hef séð og haldið tónleika í líka. Ég vildi óska að ég gæti tekið það með mér til Íslands. Við erum ótrúlega stolt af því að vera að taka í þessu metnaðarfullar verkefni sem Iceland on the Edge er. Það var flott frétt um þetta í RÚV fréttum í gær einmitt.

Ég hlakka alltaf meira og meira til að fara á By:Larm festivalið í Osló næstu helgi. Allt er reddí; góður hópur, gott hótel, ný borg (ég hef aldrei komið til Noregs), spennandi festival, margt að sjá og svo auðvitað nokkrir KP-lingar sem ég á date með. Ekki amalegt!

föstudagur, febrúar 15, 2008

Ó Brussel

Ég sit hérna á hótelherbergi á Hótel Jolly, sem er ótrúlega huggulegt fjagrastjörnuhótel með marmaralobbí og gylltum ljósakrónum.
Var að vakna og tókst -eins og alltaf- að missa af morgunmatnum.
Í gær kom neyzlu-Íslendingurinn upp í mér (og öllum í hópnum) fórum í búðir að versla föt á 55 mín. Og svo fengum við okkur vöfflu með súkkulaði. Og guð-minn-góður ég missti næstum því jafnvægið þetta var svo gott. Ég verð að taka annan vöfflusnúning á eftir. Prófa fleiri tegundir.

Torgið hérna í bænum er rosalega fallegt, og sérstaklega í þokunni sem lá yfir öllu í gærkvöldi. Eyddum mestum part kvöldsins á stórum bar með pirruðum þjón með víkingasvuntu. Við hliðina á borðinu okkar var uppstoppaður hestur, og ljósakrónan var gerð úr hesta innyflum. Svo var þarna arineldur, og það má ennþá reykja inná börum hérna. Sem er nice. Og samt ekki, ég vil fara að hætta þessu.

Hérna er fréttin um veru mína hérna í Brussel

Farin að kaupa mér vöfflu. Í morgunmat.

miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Mirdina, Nina for friends

Ég mæli eindregið með Facebook núna.
Ég fann vinkonu mína þar eftir að hafa leitað að henni í 10 ár.

Mirdina, eða Nína eins og ég kallaði hana, flúði ásamt fjölskyldu sinni til Hollands 1992, þegar stríðið sem högg Júgóslavíu í búta stóð sem hæst. Og þar kynntumst við, 13 ára, fyrsta skóladaginn minn. Við Nína gengum í gegnum ótrúlega merkilega tíma saman í Eindhoven. Tvær pirraðar gelgjur, sem flissuðu samt svo mikið stundum að þeim var hent út úr tíma.
Þau voru múslimar (þó ekki strang trúaðir) og ég fékk að taka þátt í hefðum þeirra eins og td. Ramadan, lærði um Mekka, talaði ágæta bosnísku og fékk að glugga í Kóraninn, það merka rit.

Það var oft erfitt að horfa upp á fjölskylduna hennar áhyggjufulla, stundum bárust engar fréttir af vinum og ættingjum í Bosníu svo vikum og mánuðum skipti. Mér leið alltaf hálf illa þegar ég fór heim í jóla og sumarfrí. Hún var alltaf jafn spennt fyrir mína hönd. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig henni leið. Ég hefði verið í molum ef það væri allt í rúst hérna í Reykjavík, amma og afi týnd upp í sveit, vinir mínir týndir út um allan heiminn...
En þessar aðstæður gerðu okkur samt sem áður mjög nánar, tvær mjög ólíkar táningsstelpur í nýju landi. Með algjerlega ólíkar ástæður fyrir veru okkar þarna.

En svo skildu leiðir, ég flutti heim 1996 og hún fór til Sarajevo 1997.
Fyrir 10 árum byrjaði ég að leita að henni, og það var hægara sagt en gert. Um daginn prófaði ég að slá upp nafninu hennar í leitarreit Facebook. Og viti menn, hún hafði stofnað aðgang daginn áður!
Við erum báðar hálfklökkar yfir þessu og skrifumst daglega á. Og svo langar mig mikið til að fara til Sarajevo þegar fram líða stundir.

Á Valentínusardaginn 2008...

...ætla ég að borða belgískar vöfflur í miðbæ Brussel með Agli Tómassyni kollega mínum.
Það á alltaf reyna að finna rómantíkina.

Annars er það í fréttum að ég vil frekar hafa flottan snjó en klaka. Tröppurnar upp að heimili mínu eru ein stór dauðagildra, eða court case waiting to happen, eins og María lögfræðingur segir. Hún talar sko erlensku.

Á morgun er svo 11 ára anniversary...

mánudagur, febrúar 11, 2008

...tveir, þrír, fjór;

Eins og allir taka eftir, hefur hér farið fram óskapleg grafísk vinna. Litir, font og uppröðun, þetta er allt nýtt og gert í samvinnu við færustu hönnuði landsins. Ó já.
Mig vantar nokkra linka sem ég var með, getið þið sent mér þá í commenta-kerfinu. Takk.

Annars varð mér hugsað til þess hvað bloggið mitt hét fyrstu árin, en ég hóf hér sjálfstæð störf í júní 2002. Það hét: KOMBAKK ROKKLINGSINS. Jáhá.
Ég er reyndar enn að bíða eftir almennilegu kombakki, þau hjá Iceland Airwaves hafa hafnað mér. Enn einu sinni.
Hvernig væri að fá Kastljósið eða e-ð af þessum magasín þáttum til að hafa fastan lið sem ber heitið: "Hvar eru þau nú?" -og/eða, geta þau eitthvað enn?

og/eða var í boði Ödda bróður míns. Svíþjóð. Savner dig bro, semi pro, faktiskt ja!

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Breytingar

ég er aðeins að prófa að breyta síðunni, missti alla linkana fyrir vikið.
En núna get ég kannski bætt inn nýjum linkum, sú fúnksjón var víst alveg dottin út.

fimmtudagur, febrúar 07, 2008

Ljósaskipti

Á þessum tíma árs eru mörkin á milli dags og nætur svo mögnuð. Mér líður alltaf svo ótrúlega vel á meðan skiptin eiga sér stað. Það kemur einhver vellíðan í líkamann, svona rjómi í æðarnar.

Og ekkert veit ég betra en að liggja í heita pottinum í Vesturbæjarlaug á þessum tímum dagsins.
Verð að fara að drífa í því. Hver er memm?

Í kvöld ætla ég að sjá Brúðgumann.

miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir

Ég er ekki frá því að til þess að upplifa hina einu sönnu íslensku menningu þá þurfir þú að fara út fyrir bæjarmörkin, já eehum þá allavega út úr 101 Reykjavík.
Erfitt er að skilgreina menningu einnar þjóðar, hvað þá sjálfsmynd.
En mér sjálfri dettur þó ýmislegt í hug þegar ég þarf að ramma inn það sem mér finnst "ekta íslenskt"

Síðast liðnu helgi átti ég svona rað-móment sem ég hefði getað stillt upp inní þessum ramma.

Á Borgarfirði Eystra býr mikið af góðu fólki, ég hefði td. viljað taka mynd þegar við sátum inní notalegu eldhúsi að borða upprúllaðar pönnsur og drekka kaffi úr pressukönnu með sál, heima hjá mömmu hans Ásgríms Inga. Ömmu Magni-fisent (oh ok varð að name - droppa aðeins ). Í þessu sama eldhúsi beið okkar steikt ýsa, soðnar karteflur, heimabakað rúgbrauð og soðið grænmeti í hádeginu á laugardaginn. Dásamleg...og íslensk móment.

Veturinn er þungur í ár, við fórum yfir fjöll og skörð í þungri færð, í 5 tegundum af bílum. Þetta er íslenskt!

Á Neskaupsstað/Norðfirði (ég lærði það 28 ára gömul að þetta er sami staðurinn semsagt)
beið okkar heill hópur af yndislegu fólki, tróg fullt af þorramat og söngvaseiður eins langt og röddin nær. Vefarinn mikli frá Kasmír þakkar kærlega fyrir sig. Ég væri til í að krækja höndum saman við næsta mann, vagga mér og syngja sjómannsyrpur allar helgar.

Þó ég segi sjálf frá þá myndi ég segja að ég og Halla mín værum þannig týpur sem eigum auðvelt með að vera í stjórn (hvað þá eigin lífs), eigum auðvelt með mannleg samskipti og höfum oft frumkvæði að hlutum sem við skipuleggjum svo sjálfar.
Síðast liðnu helgi létum við alla þessa eiginleika frá okkur (nema auðvitað samskipta hlutann haha) og þurftum núll mikið að sjá um okkur sjálfar. Það var séð fyrir nákvæmlega öllu. Og það er bara soldið notalegt að láta sjá um sig. Enn betra þegar maður hefur kost á því að kynnast mikið af góðu og skemmtilegu fólki í leiðinni.
Og tala um veðrið!

Núna hef ég komið á Austurland að vetri til. Ég ætla bókað að fara aftur í sumar og sjá þennan fallega stað á Íslandi, án vetrarklæða.