Gleðileg jól!
Það er greinilegt að óskirnar rætast. Ég get ímyndað mér að margir hafa óskað sér hvítra jóla, þá sérstaklega með hægum fallegum snjókornum falla til jarðar á jólanótt. Og akkúrat núna ligg ég uppí rúmi á jóladagsmorgun, í nýjum náttbuxum, hreinum rúmfötum og fylgist með krökkum búa til snjókarl hérna fyrir utan. Ég er búin að dreyma um þetta öll jól sl. 4 árin. Vera heima hjá mér um jólin. Ójá ó já ó þvílík fullkomnun sem þetta augnablik nú er.
Var að horfa á Miracle on 34th street og trúi svo sannarlega á jólasveininn núna. Ég fékk allavega óskajólagjöfina mína í ár. Og það með þvílíkum fagnaðarlátum!
Gærkvöldið var vel heppnað í alla staði; ljúffengur matur, gleðileg fjölskylda, huggulegar gjafir og fyrrnefndur jólasnjór.
Já ég ætla að halda áfram að halda gleðileg lítil jól. Óska ykkur alls hins besta næstu daga.
Sjáumst svo feit og pattaraleg á milli jóla og nýárs!
4 ummæli:
Gleðileg jól elsku vinkona. Þú kannt að njóta þess stóra og smáa.
Ein spurning sem laust upp í kollinn á mér. Búum við örugglega í sömu borginni?
Hljómar fullkomid :)
Gledilegt nýtt ár frá Køben og tak for sidst
Gleðilegt ár darling. Takk fyrir síðast,, ohh svo duglegar að halda dömunni... alveg makalaust hvað það tekst vel alltaf.
tin
Can you paleassse blog?
Sakna þín, elsku Dill mín.
Það er rigning í Árósum en samt gaman. Við Hedvig vorum reyndar að skrópa í skólanum:o Ekki byrjar það vel hjá mér.
Er með mitt eigin herbergi í risa íbúð hjá Hedvig. Vestergade 6 var lítil við hliðina á þessari. Sæjitt!
Lovjú og missjú!
Skrifa ummæli