þriðjudagur, desember 11, 2007
Myndir myndir myndir
...segja meira en 3000 orð. Svo ég held áfram að pósta myndum.
Hérna er skemmtilegt party sett!
Annars er ekki við öðru að búast en að vera í jólaskapi , þó úti séu snjór og krap-og mikið partý stand (eða meira stormur og rigning). Ekki gleyma því að ég bý í 99 ára gömlu húsi.
Fór á jólatónleika Bó á lau, gæsahúðin spratt reglulega upp. Í gær var það svo litlu jól HÁS saumaklúbbsins, Maj-Britt Borgarnesfrú bauð heim. Ekkert smá notalegt það, graflax, hangikjöt, hátíðarsíld og konfekt. Mmmm...
Jólaglögg Exton í kvöld, Jólaglögg Hr.Örlygs í næstu viku. Farfuglabróðir minn er á leiðinni heim í frí, ásamt öðrum fuglum. Jólahlaðborð á Sigga Hall í næstu viku líka.
Jóla hvað?
Engin ummæli:
Skrifa ummæli