þriðjudagur, desember 18, 2007

Ég hef ekki hugmynd um hvað ég á að blogga um þessa dagana. Ég og Kamilla tölum reyndar alveg oft um það hvað lífið er gott og hvað okkur finnst gaman að vera til. Við erum á þessu "góða tímabili" sem maður lítur oft til baka á með bros á vör. Þekkið þið það ekki?
Kamilla segir skemmtilega hluti á sínu bloggi.
Hún kallar okkur síamstvíbura, og ég held að það sé réttnefni á okkur tvær. Síamsbaunir.

En ég veit ekki hvað ég get sagt ykkur. Ég hef verið að reyna að setja fleiri linka hérna á hliðarlínuna. En það virkar ekki. Fullt af bloggum sem ég kíki reglulega á.

Svo get ég sagt ykkur það að íbúðin mín heitir núna jólaland. Það eru komin upp jólatré, tvennskonar. Annað er ekta normannsþinur, hitt artifísialt keramík. Ég var svo heppin að ljótasta jólaskrautið hjá Kollu og fjölsk var það fallegasta jólaskraut sem ég hef séð, svo ég fékk það með mér heim:) Ja, ekki allir með sama smekk!


Já þetta var nú skemmtileg bloggfærsla.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól elsku Diljá mín. Takk kærlega fyrir mig og Herdísi Maríu. Þetta var ekkert smá flott!! Bjarnargallinn er geggjaður og hún verður sett í hann hið fyrsta.. Ég vona svo sannarlega að þú hafir haft það yndislegt og ég heyri í þér túmorró. Love Maj-Britt