Ég átta mig ekki alveg á þessari hræðslu hjá fólki við að fara í smá pre jólaskap. Sjálf hélt ég skemmtilegan jólalunch hérna á laugardaginn sl. og ég sá ekki betur en allir skemmtu sér vel og nutu sín. Meira að segja tók einn guttinn sig til og skellti skónum sínum uppí glugga á meðan hann japlaði á piparkökum og jólablöndu.
Ég sé nákvæmlega enga ástæðu til þess að spara það góða. Jólin þurfa ekki endilega að þýða neysluæði og stress. Heldur eiga jólin að tákna samveru góðra vina og ættingja. Ekki satt?
Þetta skammdegi er reyndar að taka sinn toll, það er einfaldlega erfiðara og koma hlutum í verk. Ræktin hefur setið á hakanum, og skemmtistaðir borgarinnar hafa verið heimsóttir ótt og títt sl vikur. Núna verður tekið sig á! Held til San Francisco næstu helgi og verð í góðu yfirlæti hjá Öddu og Klaus, og svo er Frímann minn líka ekkert smá rómantískur félagi. Við erum að hugsa um að skella okkur í ríkisbubbaferð til Vegas. Musteri óraunveruleikans.
Eru þið ekki annars hress þarna úti?
7 ummæli:
*úúú* San Fran með rómó í för...hljómar vel!! Skemmtið ykkur úber vel!!
- alltaf jafn fress ;)
Styð þig HEILSHUGAR í pre-jólaskapinu. Skil ekki þessa tísku með að það sé asnalegt að taka forskot á gleðina...the more jólaskap the marrier segi ég nú bara. Ef allir væru alltaf í jólaskapi væri t.d. ekki stríð! Smá einföldun en samt...jú get mæ point...
Enníveis...jólakveðjur frá Brynku-strumpinum sem er LÖNGU komin í jólaskap!
ég get alltaf stólað á þig mín kæra Brynka! great minds think a like...
Urður, takk fyrir kveðjuna ljúfan mín
Elsku beibí lósjon
Ég fylgist með þér með öðru auganu. Líst vel á allt sem þú gerir og þar með snemmjólastemninguna. Vil endilega hitta þig áður en jólin koma svo við þurfum bráðum að fara að samræma dagbækur:)
Ástarvinkonukveðja
hellú,, jú ég er sko hress. Sammála með jólastemmarann... allir voða hneykslaðir eitthvað.. skil ekki af hverju, mér finnst þetta yndislegt! Knús í bala
Algjörlega sammála þér. Þessi lunch var svo notalegur og alveg tímabær. Verðum endilega að ná fleirum svona fyrir jól. Ég er strax byrjuð að taka upp kanil kertin og eplahandsápuna. Ætla síðan að setja upp seríur um helgina:)
takk fyrir síðast, lunchinn var alveg að gera sig, Takk fyrir okkur! er líka búin að draga fram kanil kertin, verst hvað ég er stífluð og finn enga lykt......
Skrifa ummæli