fimmtudagur, nóvember 29, 2007

Væl

Finnst ég gera lítið annað en að væla um jet-lag á þessu blessaða bloggi. Kannski er það af því að ég gef mér tíma til að blogga þegar ég ligg heilu og hálfu næturnar glaðvakandi, en vil ekkert heitar en að getað sofið heilan nætursvefn. Núna er klukkan 6.06 og ég glaðvaknaði kl.2.30 í nótt og hef bara verið að bíða síðan. Fyrst beið ég eftir því að sofna, en núna bíð ég eftir því að klukkan verði 7.00 svo ég geti farið uppí Laugar.
-Já best að minnast samviskusamlega á það að ég sé að fara þangað. Jafnvel gæti fólk haldið að ég væri alveg alltaf jafn dugleg að mæta í ræktina. Já já, haldið það sem þið viljið. Diljá Fonda, that´s me!

Ég er búin að vera að pressa á sjálfa mig að skrifa e-ar skemmtilegar lýsingar frá San Francisco og Las Vegas ferðinni. Andinn kemur alltaf yfir mig þegar ég er frá tölvu.
En annars var þetta alveg dásamlega ferð, ég er í skýunum með þetta allt saman. Mæli svo sannarlega með sól og blíðu og hressandi borg í nóvemberdimmunni, þeas að fara héðan úr dimmunni á Íslandi.

Mig vantar ráðleggingar varðandi tvennt:
1) Heilsársdekk (ódýr og góð, hvernig ber ég mig að?)
2) Heimilis þrifumanneskju (ódýr og góð, hvar byrja ég að leita?)

Anyone?

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ sæta mín.
Með dekkin hef ég ekki hugmynd en er með auglýsingu sem datt í póstkassan minn sem hljómar svona.

If you are too busy to clean your house - CALL ME
xxxxxxx (símanúmer)
I will do it for you
-affordable
-fast
-professional

svo endilega hringdu bara á mig og ég gef þér númerið :)

knús ólétta konan

grojbalav sagði...

Ég er rosalega góð í að þrífa.

-Ekki lengur ólétta konan í vesturbænum;)

grojbalav sagði...

Ég er rosalega góð í að þrífa.

-Ekki lengur ólétta konan í vesturbænum;)

grojbalav sagði...

En ekki svo góð í að kommenta bara einusinni...

Sigríður sagði...

Láttu mig vita þegar þú ert búin að finna út úr þessu með þrífaheimahjáþér manneskjuna. Ég væri alveg til í eina líka ;-)

Sigríður sagði...

P.S. þetta með ræktina, ég er nokkuð viss um að þú ert ekki að fara jafnoft og ég!!!!

Nafnlaus sagði...

gott að vita af þér á klakanum...

Nafnlaus sagði...

Oi, achei seu blog pelo google está bem interessante gostei desse post. Gostaria de falar sobre o CresceNet. O CresceNet é um provedor de internet discada que remunera seus usuários pelo tempo conectado. Exatamente isso que você leu, estão pagando para você conectar. O provedor paga 20 centavos por hora de conexão discada com ligação local para mais de 2100 cidades do Brasil. O CresceNet tem um acelerador de conexão, que deixa sua conexão até 10 vezes mais rápida. Quem utiliza banda larga pode lucrar também, basta se cadastrar no CresceNet e quando for dormir conectar por discada, é possível pagar a ADSL só com o dinheiro da discada. Nos horários de minuto único o gasto com telefone é mínimo e a remuneração do CresceNet generosa. Se você quiser linkar o Cresce.Net(www.provedorcrescenet.com) no seu blog eu ficaria agradecido, até mais e sucesso. If is possible add the CresceNet(www.provedorcrescenet.com) in your blogroll, I thank. Good bye friend.