Þetta MySpace er soldið fyndið fyrirbæri. Hin ný-unga-gjarna ég, fékk sér My Space alveg fyrir löngu. Sá að öngvinn var maður með mönnum nema vera með My Space. My Space hefur reyndar gert fólki mjög gott veit ég. Hitti stelpu um daginn sem er orðin soldið fræg, heimsfræg, út af My Space (og Greys Anatomy jú) og svo sé ég voða ástfangið kærustupar alla daga, þau tóku fyrstu skrefin á My Space.
En ég, ég veit ekkert hvað ég er að gera þarna. Ég kan rétt svo að setja nýtt lag á profilinn, og svo var ég að læra að setja mynda-comment fyrir nokkrum dögum. Daðrið er í lámarki, enginn mySpace rómans. Ó nei ó sei. Svo virðist enginn vera viss um á hvaða tungumáli skal vera tjáð sig á á MySpace. Íslenska eða enska. Ég er með ensku, en svo skrifa ég comment á íslensku. Flestir virðast gera það.
Svo finnst mér líka svo fyndið þetta viðkvæma fyrirbæri "top friends list"!!! Ég veit til þess að ég hef persónulega sært fólk með því að hafa það ekki inná listanum, eða sett það við hliðina á þessum og hinum. Svo analyserar fólk hvar á listann ég set það. Og ef það óvart fer "lægra" í listann, þá hef ég séð mína mynd fara út eða lægra hjá viðkomandi. Svona þögul samskipti um verðmæti vináttunnar. Alveg eðlilegt eða...?
Já já MySpace er æði, ég ætla að skoða þetta áfram. Er svo líka komin með Facebook, en þar hafa Norðmennirnir, vinir mínir, landað sínum tengslaþörfum. Lítið mál að fá mig yfir í það líka. Hvað er næst?
10 ummæli:
Vá fyndið, ég greip sjálfa mig immmit í því um daginn að skoða hvar fólk hefði mig á listanum sínum...svo sagði góð vinkona við mig þegar ég spurði hana hvar á listanum hennar ég væri " þú ert miklu ofar í mínum huga en nokkur listi getur sýnt" þá áttaði ég mig á því hversu barnaleg pælingin er með "listann" og hætti að spá í þessu :9
elska þig stelpan mín og takk fyrir síðast.
Kollsterinn þinn
Úff já spes heimur þessi my space heimur. Reyndar líka blogg heimurinn,, ég hef aldrei verið maður með mönnum í bloggheimi en ég er að gera tilraun í myspace heimi. Finnst það eitthvað minna mál,, geta bara útbúið einhverja grunnsíðu og svo kíkt annars lagið inná og safna síðan vinum,, flestir sem ég hef aldrei hitt áður eða þekki á neinn hátt... En hvað gerir mar ekki til að vera memm.
Langar bara að bætast í þennan nafnlausa aðdáendahóp. Hvar skrái ég mig?
Kv. Noi B. Oddy
Ég er líka aðdáandi, eins og svo margir... þess vegna ertu númer eitt á mínu myspace;) The ultimate compliment, hey (Það segja allir hey á eftir setningum í Kanada. Soldið skrýtið, hey.)
Ég sakna þín. Viltu koma í heimsókn.
Millhouse Ingahús
kominn annar leynigestur...
já já gaman að þessu
þið eruð öll aðdáendur mínir, og ég ykkar
ég er nú bara í ruglinu á þessu myspace, veit ekkert hvað ég á að gera af mér þar!
þúrt nú líka svo obbboðslega hallærisleg!
Einsog talað út úr mínu hjarta!! :) Vona að þú hafir það gott, Örninn biður fyrir kveðju.
Ég átti við bloggið sko. Ihh...
og bestu kveðjur til ykkar beggja! væri kannski gaman að hittast við tækifæri og gera e-ð skemmtilegt?
Skrifa ummæli