Mamma kom úr fjallagönguferð í gær. Hún fór með 25 öðrum konum að klífa tinda. Allt var svo skipulagt. Öll kvöldin voru vel heppnuð, hálfgerðar kvöldvökur. Allir dagarnir svo eftirminnilegir og frábærir.
Ég hitti mömmu í brunch í dag og hún sagði mér ferðasöguna. Eftir að hafa hlýtt á ferðasöguna sagði ég; "mamma margafaldaðu þessa ferð uppí 3 ár, og þá veistu mér líður"
Ég er búin að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil sl. 2 vikur. Mér líður eins og ég hafi verið að koma úr 3ja ára ástarsambandi. Team 11 var elskhugi minn í 3 ár. Við áttum okkar hápunkta og okkar lágpunkta, okkar hlátursköst, okkar grát, okkar lög, okkar lærdóm, okkar orku, okkar losta, okkar fullnægingar, okkar móment, okkar ævintýri, okkar tíma. Okkar tíma. En hann er liðinn. Hann var svo góður á sinn hátt. Hann er samt búinn, og ég á e-ð svo erfitt með að sætta mig með það.
Ég er svo meðvituð um það að ég sé talandi eins og sjértrúarflokksbundin kona. En svo er ei. Ég var bara í svona soldið hressandi námi, INtensÍVT. Já það tók stundum á. En stundum leið mér eins og ég fullorðinssumarbúðum. Og stundum í virðulegum frumkvöðla viðskiptaskóla.
Skiptir ekki máli.
En núna þegar þetta er ritað hef ég skálað í sjampó. Við elskum öll sjampó. Það er gaman að fagna og þess vegna vil ég að þið öll lyftið glasi, og segið: SKÁL. JÁ SKÁL!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli