---eftir að ég hætti að drekka gerðist ég ekki AA manneskja heldur A-manneskja. Vekjaraklukkuna þarf ég varla lengur og morgna nota ég í hin ýmsu hvunndagsstörf. Í morgun tók ég til dæmis létt þrif á baðherberginu.
"they tried to make me go to rehab, I said No No No..."
---mig langar til að benda á blogg-grein hjá Kastljós Simma. Ég gæti ekki verið meira sammála.
---ég hef lengi leitað að þessum fullkomnu heyrnartólum til að tengja við iPoddinn minn. Eftir mikla leit og pælingar fann ég þessi réttu. Þýsk hágæðavara varð fyrir valinu. Ég fann þau á netinu á 3500kr ísl., en á Íslandi kosta þau 6500kr. ég taldi mig því gera kostakaup og pantaði þau. Svo fékk ég sendingu frá Íslandspóst. Ég þarf að borga TOLL. Oh afhverju geri ég ekki aðeins meiri rannsóknarvinnu stundum? Maður er alltaf að læra.
---ég er mjög ánægð með hinn nýja kvikmyndaklúbb Græna Ljósið. Efst á blaði fyrir bíóheimsókn er myndin The Science of Sleep.
---um helgina langar mig að sjá Nouvelle Vague og ætla að sjá söngleikinn Leg í Þjóðleikhúsinu. Inná milli langar mig til þess að negla og bora aðeins í veggi hérna heima við.
---ég ætla einnig að festa kaup á leikfimikorti hjá Laugum um helgina. Draumurinn er þó að fá mér baðstofukort. Dekur og hugguleg heit, ó já já takk fyrir. Mmmmm...
---í gær slóum við Kamilla held ég heimshraðamet í "tali". Við tókum eitt laggott Skypesímtal og töluðum svo hratt að næstum mátti greina eld loga útur fögrum munnum okkar!
égbiðykkurvelaðlifabörningóð!
bæjó!
4 ummæli:
b-manneskjan segir HUNANG OG EKKERT ANNAÐ... að innan sem utan!!!
together we live a LUSHful live, smooth and sessý...
oh yes
oh ánægð með að þú ætlir að flytja þig yfir í Laugar! Ég á nefnilega kort þar en er búin að mæta einu sinni síðan í nóvember í fyrra. Nenni aldrei að fara ein..
Skál fyrir fleiri sundferðum þetta árið. Æði að fara í gym og síðan í sund.
þessi headfón eru alveg eins og mín. Hægt að pakka þeim saman og geyma í litlu hylki. Þau eru snilld! Rosa gott sound í þeim og góð í gyminu:)
það virðast allir eiga svona headphone:) hlakka til að fá þau!
og hlakka til að sjá þig í kvöld. ég ætla í ræktina í fyrramálið...en þú?
Skrifa ummæli