Ég hvet alla áhugamenn um góða súpermarkaði að mæta í Krónuna í Mosfellsbæ. Það er búð að mínu skapi. Þegar ég kom inn fékk ég strax tilfinningu fyrir því að allt sem mér þar mætti væri lógík. Á innkaupakerrunum er yfirlitskort af búðinni, maður getur því snögglega skipulagt búðarferðina í huganum á fyrstu skrefunum. Og auðvitað ekki eytt dýrmætum mínutum í að fara nokkra hringi áður en td. kryddhillan finnst. Úrvalið er með góðu móti (ferskt kjöt og fiskborð td), og svo spillir ekki fyrir að Krónan er jú lágvörumarkaður. Þarna er einnig heil "eyja" af lífrænum og vænum heilsuvörum. En það þykir mest móðins í dag ikke sant?
Mosfellskrónan er því komin í harða samkeppni við Fjarðarkaup að mínu mati. En sú búð gefur verslunarferðum mikið skemmtunargildi. Notalegt andrúmsloft, soldið eins og félagsmiðstöð í bland við gott úrval og fínt verð. Þó er skipulagið þar ekki nærri því eins gott og í Krónunni umtöluðu.
Get ekki beðið eftir því að verða socker mum...
1 ummæli:
Er Krónan í Mosó betri en Krónan á Bíldshöfða? Það er nefninlega nýbúið að taka þá búð í gegn og þar er einmitt líka kort á kerrunum. Veit ekki hvort þar er svona heilsueyja, en það segir nú kannski meira um mig en búðina.... Ég spyr nú bara því það er örlítið styttra að fara upp á Höfða en alla leið í Mosó :P
Skrifa ummæli