miðvikudagur, apríl 11, 2007

Nú þegar ég er orðin 28 ára þá get ég sagt ykkur það að ég helti í fyrsta skipti uppá kaffi áðan, þeas fyrir mig eina, bara heima.

Fleiri "þroska"breytingar hafa ekki átt sér stað um þessi tímamót. Enn sem komið er. ó þó,
Ég get nefnt húsfreyjuhlutverkið sem ég naut mín í á afmælisdegi mínum. Þá bauð ég uppá fallegt hlaðborð og kaffi hér á heimili mínu að Njálsgötu 16. Mjög huggulegur dagur og ég var með heimatilbúna svuntu. Ráðagóða húsmóðirin sem ég nú er. Bauð líka uppá Twister spilið, svona til að finna fyrir andstæðum. Maður er ekki KaosPilot fyrir ekki neitt.

Á föstudaginn nk. verð ég svo í hlutverki partýhaldarans, því þá mun góður hópur fólks flykkjast hingað í hús og sýna mér og sér hvað hugtakið gleði þýðir. Ekki amalegt.

Ég mun birta myndir sem teknar eru á nýju myndavélina mína fljótt.

Svo mæli ég með þessu. Mr.Destiny tekur að sér að kalla á sumarfílinginn í maí. Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara. Og segið mömmum ykkar og pabba að fara líka. E-ð fyrir alla.
Björk og Hot Chip voru æðisleg í Höllinni á Annan í Páskum.

Verið nú sæl að sinni og gleðilega post páska. Það er blessuð blíðan.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hoj hoj elsku vina mikið er ég glöð að þú sért hérna enn þá...JUMINN hvað ég hlakka til á föstudaginn.

Sigríður sagði...

Oh Diljá, þú ert svo fullorðins ;)Það er varla að ég helli uppá kaffi fyrir gesti!! En hlakka til að koma í gleðina á föstudag þótt seint verði, sérstaklega þar sem ég missti af að fá að sjá hina húsmóðurlegu Diljá með svuntuna :D

Nafnlaus sagði...

Til hamingju elsku Diljá mín með afmælið!! SKÁL

Mátti til með að benda þér á að systir mín er í sama viðtali í Mannlíf og þú!!!
Indíana!!

ólöf erla

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið elsku Diljá mín :)

Þú verður að fara að drífa þig í heimsókn til mín, erum búin að selja slotið og verður hent út 1. júní!

Býð þér í ljúfan latte.

Sóley Björt