sunnudagur, apríl 22, 2007
Afmæliskveðja yfir haf og lönd
Í dag á afmæli mikil og merkileg manneskja.
Kamilla Ingibergsdóttir kom inní líf mitt fyrir tveimur árum og strax frá fyrstu stundu urðum við eins og æskuvinkonur. Strax á "þriðja deiti" hófum við búskap og deildum ekki bara herbergi, heldur líka rúmi. Sem og öllum lífsins leyndarmálum. Það er svo gott að vera vinkona Kamillu minnar. Svo gaman og auðvelt að gleðja hana. Maður veit alltaf hvar maður hefur hana, hún er með hróshæfileika par exelanz sem og "tuskar" mig til þegar til þess þarf. Gullblanda að mínu mati. Ég gæti haldið áfram endalaust um kosti hennar Kamillu.
Núna er hún lengst í burtu, í Vancouver, Canada. Ásamt team 12 í svokölluðum outpost.
Ég sakna hennar svo sárt, eða ljúfsárt. Gott að sakna svona merkilegrar vinkonu sinnar. Það verða því fagnaðarfundir þegar hún kemur til mín á Njálsgötuna í Júlí.
Ekta diljá-væmnis-kveðjur til þín elskan mín. Vildi óska að ég væri þarna hjá þér að fagna deginum. Spurnig um að hringja í new orleans fljótlega fröken?
4 ummæli:
Það komu tár.
Takk, elsku stelpan mín. Þú ert yndisleg vinkona.
Ég ætla að hringja í þig á næstum dögum. Viltu senda mér heimanúmerið þitt? Ég hef sko ýmislegt að segja þér!!!!
Elska þig og sakna þín ofsalega mikið.
Þín,
Mill
552-4230 er númerið heima. Ég er komin með síma en ég veit ekki hvernig hann virkar. Athuga þetta strax í dag. HLAKKA ÓGEÐSLEGA MIKIÐ TIL AÐ HEYRA Í ÞÉR!!:D
Hæ Diljá.. Ég var að skoða myndirnar þínar með nýju myndavélinni þinni. Mjög skemmtilegar.. hvað heitir þessi vél?? er þetta einhvers konar digital Holga? Ég fíla svona grunnan fókus og skugga í hornunum ;)
kveðjur frá Köben!
Sigga Dóra
Hæ Sigga Dóra!
nei þetta er því miður ekki Holga, ég á eina þannig en hún er í láni, væri mikið til í að fara að mynda mitt samband við hana aftur (en svo mæla þeir með hjá Holga, "kynnist þinni vél" hehe)
en myndirnar eru bara teknar á 5mp vél og ég krafsaði svo aðeins í þær sjálf.
kveðjur til köben frá 101 rvk:)
diljá
Skrifa ummæli