miðvikudagur, desember 13, 2006

Costa del Jol

Hey people very merry christmas! Farið á myspace síðuna mína og hlustið á jólalagið þar.

Já annar í aðventu er kominn og farinn. Ekki snert piparkökudeig ennþá(nema þá í kúluformi í Ben og Jerry´s), né skrifað staf í jólakort. Er að spá í að senda bara nýárs-ástarbréf í staðinn. Safna saman öllum mínum væmnu kröftum og staraaaaa! Þið vitið, svona eins og kærleiksbirnirnir. Ég hef alla tíð gefið mig út fyrir að elska aðventuna jafnt sem jólin. Notið mín þegar jólalögin óma, labba í jólaljósunum með eplakinnar að verlsa gjafir, drekka glögg etc etc.

Í augnablikinu er ég ekki að nenna þessu, sérstaklega ekki þessum gjafakaupum. Ég verð bara ringluð, átta mig ekki alveg á þessu lengur. Keypti aukaferðatösku í gær til að koma öllum gjöfunum fyrir á leið heim til Íslands. Kem á laugardaginn nk. Og það er þétt dagskrá í anda aðventunnar; jólaboð, skírn, litlu jól, stefnumót, litlu jól, jólahlaðborð, jólaglögg,jólakonfektgerð, jólapakkainnpökkun, upplestur á súfistanum, þorláksmessa og svo endalaust framvegis!

Já og svo er hinn rosalegi Julefrokost KaosPilotskólans í kvöld. Þemað er Hollywood in the 50´s meets Sinatra, Hepburn and glamour... Ekki amalegt jólaþema. Team 13 sér alveg um skipulag og okkur er bara sagt að mæta í okkar fínasta 50´s pússi kl.19 niðrí skóla. Meira vitum við hin ekki. En frábært verður þetta, það efast ég ekki um.

bæjó

5 ummæli:

Maja pæja sagði...

í hverju ætlar þú í kvöld?? geggjað þema! Mig langar rosalega á upplestur, láttu mig vita þegar að þú ferð á hann :)

Dilja sagði...

ætla að vera í gullkjólnum, með gerviaugnahár og liði í hárinu, langar að mæta með stór sólgleraugu og slæðu um hárið samt.

já förum á upplestur saman, hvenær kemur þú í bæinn, þá meina ég KLÁRLEGA í bæinn...ekkert svaðalega nett neitt;)

Sigríður sagði...

Minns er líka til að vera memm á upplestri. Skemmtu þér vel og fallega í kvöld yndið mitt. Þetta verður KLÁRLEGA frábært kvöld. Hlakka til að fá þig heim. Knús knús.

Nafnlaus sagði...

Mundu nú að koma á Haðarstíginn áður en árið er úti (eitt af markmiðunum manstu?), aldrei að vita nema húsfreyjan skelli einum eða tveimur jólabjórum á fátæku stúdínuna ;) amk verða hér til smákökur og ljúffengt latte.

Góða skemmtun í kvöld.
Sóley

Maja pæja sagði...

Ég kem í bæinn 19. des, og þá klárlega sko!