föstudagur, desember 29, 2006

Á aðfangadagskvöld byrjaði ég að hnerra. Á jóladag átti að fara með mig uppá bráðamóttöku vegna kviðarkvala. Á annan var ég með hita, en ég var í afneitun. Síðan á þriðja hef ég legið lárétt. Akkúrat núna langar mig að öskra úr pirringi. Jólin eru hátíð ljós og friðar...en ekki hita og hósta. Fyrir utan þessar neikvæðu staðreyndir hérna að ofan hef ég líka haft það ó svo fínt. Þetta er tildæmis fyrstu jólin sem ég át ekki yfir mig. Og ég fékk margar og fallegar gjafir. Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið.

Í dag er síðasti föstudagur ársins. Á landinu eru staddir aðeins fleiri KaosPilotar en aðra föstudaga ársins. Sem þýðir bara eitt. Happy go lucky and lucky go happy...101 Reykjavík. Litlir mjóir skandinavar fá að sjá íslenskan ungdóm drekka frá sér kjötsvima á helstu krám bæjarins. Allir að gera upp árið, hápunkta og lægðir. Hvað langar fólki að gera á gamlárs? Mitt markmið er allavega að komast úr þessum blessuðu náttfötum (þótt þægileg séu), finna gleðina og koma sjá og sigra þessa síðustu daga ársins.

Já elsku rassgatafýlurnar mínar, ég óska ykkur gleðilegra jóla og ótrúlegra daga á næsta ári. Verið nú prúð og stillt.

Ykkar sjúklingur
Diljá

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

gledi og fridur fra Rom!
min er komin til Romar og er ad gera sig klara ad fara ut a lifid. vona ad tad verdi gaman hja ykkur kaosunum um aramotinn.

Nafnlaus sagði...

Æi var svo jólabarnið sjálft veikt yfir jólin! Oh well,, þú átt svo mikið af jólagleði að þú vinnur það bara upp aðra daga á árinu. Ég missti eiginlega alveg jólaandann þarna úti í sólinni. Er að fá hann beint í æð núna á gamlársdag, matarboð, pakkaopnun og svona:)
Hlakka til að hitta þig toots.

Maja pæja sagði...

Gleðilegt nýtt ár sæta mín og takk fyrir öll gömlu árin. Takk fyrir skemmtilegt djamm þann 30. des úff úff úff ;) KNÚS Maj Britt

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár sæta mín. Sá hjá kommentinu hennar Maj-Britt að það hefur ræst e-ð úr veikindum stúlku-kindarinnar;)
-Ms.Flannel-owner í sól og sumaryl (nananaaaaaaaaa)