föstudagur, júlí 08, 2005

Götubor og malbikunarsög

Á meðan í heiminum ólga stríð og framin eru hryðjuverk í metravís er ég í mínu persónulega stríði. Innra stríði. Ekki innra í merkingunni að ég eigi í vandræðum með sjálfa mig (ekkert að hjá mér!) heldur er ég í stríði við menn sem vita ekki að ég er í stríði við þá. Þess vegna tek ég að mér að svara fyrir þá í hausnum mínum og reyndar skjóta hausana af þeim...í hausnum mínum líka.

Þessir menn, sem mér finnst vera helsta ógn mín og mitt stærsta vandamál, byrja alla virka daga kl.8 á því að bora í götuna eða saga götuna með sög og undir er útvarpið í botn. Mér finnst þetta kalla fram hræðileg hljóð og hafa margir dagar byrjað hálfgrátandi af þreytupirringi og gremju. Í svefnslitunum hef ég planað heilu ræðurnar á þá og eitt sinn gekk ég svo langt að kæra þá (í hausnum mínum eins og vanalega)

Það magnaðasta við þetta project er að um leið og ég fer á fætur (milli 9-11) þá hætta þeir að bora eða saga. Þá verður bara allt friðsælt og stillt. Núna er ég lasin og er því doldið að henda mér við og við uppí rúm til að svitna og aumka mér. Alltaf, ALLTAF um leið og ég leggst uppí byrja þeir að bora eða saga!

Hvers þarf ég að gjalda? Hvað hef ég verið að gera rangt í fyrri lífum sem ég er að greiða fyrir núna?

_______________________

En á meðan ég kvarta um götubor & malbikunarsög eru magnaðar manneskjur að berjast hetulega við erfiða tíma, mis erfiða. En er ekki allt erfiðast hja manni sjálfum?

Matta, MajBritt, Tinna , KataErlings og Gréta (sem ég þekki ekki neitt) en hugur minn er hjá ykkur sem og öllu fólkinu í London. Leiðinlegt að helstu leiðtogar heims fái að vera svona lengi í kabbójaleik.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

matta, matta, matta

Nafnlaus sagði...

Mæli með eyrnatöppum! ;)