miðvikudagur, apríl 07, 2004

Jæja núna er klukkan orðin meira í 12 þannig að ég er ekki lengur afmælisstelpan, en jú.... ef ég fer eftir klukkunni á mínu ástkæra ylhýra að þá er ég það nú ennþá er það ekki?

Þetta er búið að vera hinn ljúfasti dagur. Var bara að dóla mér hérna heima og sem betur fer því öll fjölskyldan mín hringdi einmitt í dag og það var gott að vera heima til að geta tekið við símtölunum. Sætast fannst mér að bræður mínir sem voru einir heima tóku sig til og fundu númerið og hringdu allir til að heyra í stóru syss. En auðvitað var yndislegt að heyra í öllum og fá öll sætu smsin og kveðjur bæði í email og hérna í kommentakerfið. Manni þykir bara svo vænt um svona á svona degi.

Já þá er maður bara oðrin 25 ára! Er það semsagt offisjalt fullorðin. Má ekki ekki gera neitt bull og rugl lengur? Á það ekki við? Ekki eins og ég eigi nóg á lager nú þegar.... En stúlka eins og ég á enn margt enn eftir ólifað þannig að.....

Kvöldið var bara frábært. Hollensku foreldrar mínir komu frá Eindhoven færandi hendi og við héldum lítið matarboð hérna í herberginu mínu. Soldið sætt að eiga bara svona lítið herbergi og þurfa að fela allt skrifborðsdraslið til að geta haft dísent matarboð á borðinu. En þetta heppnaðist rosa vel, enda er það líka félagsskapurinn sem blívar er það ekki? Svo buðum við stelpunum í tertur eftir matinn og ég blés á kerti og óskaði mér.... varla nokkur maður í vafa hver óskin mín var! En maður má víst ekki segja frá....

Núna sit ég bara hérna í sæluvímu með þetta allt saman. En þetta er bara liður 1 af afmælinu mínu. Á laugardaginn verður hið eiginlega partý og svo í sumar verður annað partý fyrir íslenska krúið, ekki hægt að sleppa því að fagna þessum áfanga með víkingum nokkrum á eyjunni þarna fyrir norðan!

Jæja ég er komin í páskaskap, sem er svona öðruvísi en jólaaskap. Ég er alltaf svo hamingjusöm um páska. Ekki það að ég sé ekki hamingjusöm um jól, langt því frá. Páskar eru bara minna stress og ljúfir. En ég er líka bara væmin eftir allan páskabjórinn í kvöld....

Engin ummæli: