Ég er ekki mikill sjónvarpssjúklingur en þó finnst mér mjög gott að hafa sjónvarpið á þegar ég er heima við. Sérstaklega fréttirnar, svona þegar ég er að stússast e-ð heima við. Þegar ég bjó sem unglingur í Hollandi saknaði ég þess til dæmis mikið að hlusta á Eddu Andrésdóttur færa okkur fréttir á meðan við borðuðum steikta ýsu í raspi. Já svona kemur heimþráin fram í sínum ýmsu myndum.
Þessa dagana langar mig svo að eiga mér svona eins og einn eða tvo sjónvarpsþætti sem ég fylgist með vikulega. Alveg sama hvort það er raunveruleikaþáttur eða vandaður spennuþáttur, mig langar bara að eiga mína þætti. En þar sem ég er sjaldan heima við kvöld eftir kvöld er ekki mikill séns á því. En svo næ ég varla neinni stöð. Næ bara Rúv, og hún er e-ð mjög óskýr. Í kvöld ákvað ég að fara snemma heim, eiga kósí kvöld með sjálfri mér. Kveikti á lömpum og kertum og fór í þægileg föt. En hvað er þá í óskýra sjónvarpinu; FÓTBOLTAKVÖLD!!!
Útkoma kósíkvöldsins er því þetta blogg.
Gjörið þið svo vel!
5 ummæli:
*Uppskrift*
1 bolli þunnt kaffi
2 mtsk leiðinlegheit
4 bollar af nýslegnu snobbi
3tsk steikt viðhorf
Þú blandar þessu öllu saman í skál,
hnoðar fast í svona 3 mínútur.
og útúr ofninum kemur:
Dagskrá ríkissjónvarpsins í gær ;)
ó já, endaði á youtube og horfði á myndbönd/upptökur með Pavarotti.
Blessuð sé minning hans.
-Ef þú lætur ath lofnetið í húsinu þá var þáttur að hefja göngu sína á skjár 1 sem að heitir Starter wife. Hann lítur út fyrir að vera þessi ágætis kellinga þáttur. Allavegana sá ég fyrsta þáttinn og hlakka mikið til næsta miðvikudags þegar hann er aftur á dagskrá. Ég er að spá í að gera hann að þættinum sem að ég má ekki missa af. Og hann er á dagskrá kl 22 svo að þú ættir að vera komin heim á kvöldinn. Ég hugsaði til þín þegar ég sá hann, því þú nefndir það um daginn að vera að leita af þætti.
Family guy er sá besti á skjánum en fyrst þú nærð ekki skjánum þá er Scrubs á rúv snilld. Og bráðavaktin... man ekki meira í bili. Viðurkenni nú alveg að detta dáldið í sjónvarpið á kvöldin.. Rosa kósý að detta inní sjónvarpið undir teppi í sófanum. En skil þig vel að eiga erfitt með að detta í þann gír ef þú ert bara með rúv og það ekki einu sinni skýra. Þú þarft að fá þér tv bara í gegnum nettenginguna. Ég er með svoleiðis,, mjög skýrt
já ég er búin að reyna að ná í Skjáinn, en þau svara mér ekki:( uuhhhu. En ég held áfram að reyna. LAngar mikið að hafa það í vetur einmitt...
Skrifa ummæli