Matta vinkona sagði eitt áhugavert um daginn; henni fannst soldið fyndið þegar fólk bloggaði óbeint um mætingu sína í ræktina. Svona til að sýna öllum heiminum hvað það er duglegt að djogga og lyfta. Ég er sammála henni, en á hinn bóginn held ég líka að maður hafi einmitt svo mikinn tíma til að hugsa um hvað maður getur bloggað um á meðan maður er að púla í ræktinni. Hugurinn fer ósjaldan af stað, hvort sem það eru dagdraumar eða vangaveltur um eitthvað magnað sem lífið hefur uppá á bjóða. Allavega er ég búin að blogga fjöldan allan af færslum í huganum, í ræktinni. Finnst ég svo málefnaleg, sniðug og spennandi alltaf. En svo gleymi ég öllu um leið og ég geng út aftur.
Eitt af því sem ég man eftir að hafa "bloggað" um í ræktinni er að ég vildi óska að það væri algjerlega eðlilegur hlutur að syngja með tónlistinni sem maður hlustar á í iPodinum sínum. Fyrir mér skiptir það öllu máli hvað ég er að hlusta á, orkan/þolið kemur að stórum hluta til úr tónlistinni. En stundum er ég orðin svo hress að mig langar bara að taka undir og góla með.
En það er víst ekki málið þarna í Laugum, ég held að Arnari Grant og Sölva Kalóríukvóta finnist það "klárlega" ókúl.
Talandi um Sölva. Á morgun er komið eitt ár síðan að hann Sölvi Freyr kærasti minn mætti í heiminn. Þetta köllum við langtíma samband. ó já ó já!
4 ummæli:
Ég dett líka inní allskonar pælingar á hlaupabrettinu. Hugurinn fer á fullt með líkamanum. Verst að ég skuli vera svona lélég að mæta í ræktina,, bæði hugurinn og líkaminn í algjöru letikasti....
ps. fór í viðtal og fitumælingu hjá Sölva kalóríukvóta þegar ég fór með strákinn í einkaþjálfun. Mér fannst hann eitthvað svo sjarmerandi og sætur,,, þangað til ég sá hann í stuttu spandex buxunum sínum. Þá fór hann með það...
Eitt áhugavert...EITT!! Ég talaði við þig í klukkutíma og sagði eitt áhugavert...EITT!! (soldið sár ;)hehehehe
Sakna þín annars Dillsið mitt og langar í spjall.
Knús, Matta
Sammála með tónlistina í ræktinni. Fer algjörlega eftir því hvað ég er að hlusta á hversu hratt ég fer í brennslunni!! Og á það einnig til að langa til að syngja með, alleg eins og þú :P
P.S. Ég er bara að setja þessa færslu hérna inn svo að fólk viti að ég fari í ræktina!!
oh matta þú segir alltaf e-ð áhugavert...svona þegar ég skil hvað þú ert að segja, eða ekki með fullan munninn af mat! :)
tinna ég held að kalóríukvótaSölvi sé með námskeið á laugardaginn nk. tjékk itt. www.stjornandinn.is
Skrifa ummæli