mánudagur, júlí 30, 2007

Sumarið

Jæja þá er ekta íslenskt sumar byrjað:) Og mér finnst þessi rigning bara notaleg.

Ég fæ yfir 50 email á dag dag hvern, þessa dagana hljóma þau meira og minna öll eins;
"OUT OF OFFICE REPLY"

Já það er sumar á Íslandi og víða núna. Á næsta ári ætla ég sko svo sannarlega að fá að setja þessi blessuðu merkisskilaboð í tölvupóstinn minn.
Það verður þá í fyrsta skipti sem ég geri það í mínu lífi. Vei!

Á morgun er það svo París. Ég ætla ekki að sofa yfir mig í þetta skiptið.

Oui oui!

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

úff langt síðan ég hef náð að setja svona skilaboð í mín reply.. Have fun í parís luv, verst að ég skuli ekki fylgja þér á leiðarenda og til baka

sunnasweet sagði...

OOO sammála með íslenska sumarið...elska svona ferskt rigningarloft...vindinn má þó stundum lægja :)
Hafðu það æðislegt í Parísssímó!!

Sigríður sagði...

Ég fæ sko loksins að nýta mér "OUT OF OFFICE REPLY" hlunnindin núna í ágúst. Hlakka til að geta stungið af og hugsað um eitthvað allt annað en vinnu í 2 vikur. Verður þó enn skemmtilegra næsta sumar þegar vikurnar verað um 5 :D
Vona að þú hafir skemmt þér vel í París og ferðin gengið vel.

Nafnlaus sagði...

varstu ekki alltaf skotin í david silver

http://youtube.com/watch?v=asi_HlFL0vY

Dilja sagði...

ég hefði kannski átt að setja out of office reply á í gær... while in Paris. Hmmm

hvað á að gera um v.helgina stelpur? og öddi

Nafnlaus sagði...

Ég er svo sjóuð að ég hef nokkuð oft notað svona out of office reply. En jamm viðurkenni að það er þónokkuð langt síðan. Um helgina ætla ég að fara norður í Vaglaskóg í sumarbústað og drekka mig blindfulla.. en þið?

Sigríður sagði...

Ég er að hugsa um að taka Dilluna á versló, þ.e. vera bara spontant. Sem sagt engin plön. Sjá bara hvert hver dagur leiðir mig.

Dilja sagði...

spontant er best...ííískalt

Nafnlaus sagði...

Hei, ef ég tek hestinn minn með í hvísluleikinn á menningarnótt... heldurðu að ég megi þá titla mig Hestahvíslara í símaskránni???!

Lovjú og miss
Matta