Hér sit ég á svæðisskrifsofu Icelandair í Frankfurt. Var að klára fund. Svo fullorðins sko.
Frekar sifjuð, vaknaði kl. 5.26 í morgun, en það var akkúrat einni mínutu eftir umsaminn tíma fyrir pikköpp ferðafélaga míns.
Hvað gerir kona þá?
Setur hárið í strekt tagl og hárspray yfir. Kastar ísköldu vatni framan í sig, á meðan hún tannburstar sig. 7 sprautu Love spell sturta. Rífur sokkabuxurnar vel og vandlega. Enginn tími til að redda því. Leggings yfir. Sem betur fer er þröngi hneppti svarti bizness kjólinn hreinn og þurr. Þægilegir skór við. Flugfreyjuleg kápa yfir, gerir ósturtaða svefnburku faglegri. Tölvan, snúran, snyrtibuddan, síminn og lyklar ofan í töskuna. Ferðafélaginn hringir inn og rekur á eftir mér; "ég er á leiðinni niður" Bara tvennt eftir; pissa og passinn!!! "Plís passi vertu á þeim stað sem ég held að þú sért á" Skúffan opnuð og dadadaddd, þarna liggur þessi elska:) Svo var það bara pissið og svo út í bíl.
Þetta tók mig 5 og hálfa mínutu. Ég er ekki að grína. Klapp fyrir mér. Er það ekki?
Ps. Málaði mig hjá Álverinu.
Kveðja
fröken
bratwurst, erlendis.
3 ummæli:
Ohh þú ert svo fullorðins ezkan... hlakka til Sleiks við fyrsta tækifæri!
Matta
sem allra allra fyrst!!
váá hvað þú ert klár!! ert pró í öllu sem að þú tekur þér fyrir hendur ;)
Skrifa ummæli