þriðjudagur, júlí 03, 2007

Blogg um brúðkaup(sleysi)

Ég óska eftir brúðkaupi til að mæta í í sumar. Anyone, anyone...anyone? (verðlaun fyrir þann sem veit úr hvaða mynd þetta er!)


Í brúpkaupum finnst mér einstaklega skemmtilegt. Þar eru allir svo huggulegir til fara, brosandi og hlægjandi, frír matur, frítt vín, skemmtiatriði. Allir þarna saman komnir því að tveir einstaklingar eru svo skotnir í hvor öðrum að þau ákveða að staðfesta það fyrir Guði OooOG halda dúndurpartý í leiðinni. Í fyrra sumar fór ég í 3 brúpkaup (og eina jarðaför). Núna er bara ekkert á döfinni. Ekki einu sinni stórafmæli (sem er alveg álíka skemmtilegt fyrirbæri)

Sem betur fer hefur sólin verið með Íslendingum í liði sl vikur, því það er svo gaman í garðinum fyrir aftan Sirkús, og svo er grillmatur bragðgóður. Og sjampó, mmm sjampó. Já og allt bara betra þegar sólin er aðalatriðið og skýin auka.

Annars ætla ég fullt til útlanda núna í júlí. Alveg 4-5 sinnum. Geri aðrir betur!

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þetta er úr þáttunum Great Britain. Fat fighters gellan,,, "dust anyone anyone?? duusst!!" How may calories? dusst.

Annars ert þú hér með velkomin sem maki minn í brúðkaup á laugardaginn, brúðkaupsdaginn mikla.
Jú ég er líka að hugsa um að toppa þig með útlandaferðirnar í júlí, kannski ekki eins skemmtilegar ferðir en samt alveg 12:)

Nafnlaus sagði...

Hæbb og takk fyrir síðast!
Þetta er úr Little Britain.
Sí jú leiter:)
Siggarúna perlustelpa

Dilja sagði...

nei þetta er ekki úr Little Britain stelpur, allavega ekki mín getraun! úr bíómynd.
Og já takk fyrir síðast elsku strúna búmm, ég er búin að hugsa mikið til þín í dag...og segja nokkrum:)

Tinna, oh ég vona að þú verðir freyjan mín e-n tíma í júlí!

Sigríður sagði...

Er þetta kannski úr myndinni sem við vorum að horfa á um daginn? Bueller, Bueller......Bueller!!!! En ég get víst ekkert hjálpað þér með allt hitt..... Ekki að fara að gifta mig og 7 ár í næsta stórafmæli!!! En ég get boðið þér upp á smáafmæli.... Hvað utanlandsferðir varðar þá fannst mér ég alveg vera nógu flott á því að fara í 3 ferðir á árinu svo ég næ ekki að gera betur.....

Svetly sagði...

Spurning um að við "ógiftingarnir" höldum bara þemapartý = brúðkaupsjarðarfararstórafmælisþema :)
Svona til að bæta upp fyrr öll þau brúðkaup sem ekki verður farið í þetta árið/sumarið ?!?

Dilja sagði...

sigga afmælisbarn, jú þetta er rétt hjá þér! en ekki hvað!:) þú ert líka sigurvegari
hlakka til að koma út að borða í kvöld

urður: Oh já mér líst ótrúlega vel á þessa hugmynd, gerum þetta!:)
ætlar þú uppí bústað til kollu og lilju í næstu viku? kannski samfó?:)

Nafnlaus sagði...

,,vinkona þín er geðveik, alright!"

http://www.youtube.com/watch?v=XlaQdof6saI

Sigríður sagði...

Yes! Elska það að vinna!!! Little Britain hvað.... Hlakka til að sjá þig í kvöld :D