eru án efa tölvupóstar frá bekkjarfélugum mínum í Team 11. Er búin að lesa þá alla yfir 5 sinnum og ætla að lesa þá yfir 5 sinnum í viðbót ef ég þarf á því að halda. Best að fara að skrifa þeim til baka líka kannski. Já.
Það eru svo fleiri hápunktar. Látið mig nú sjá, svona var helgin:
Ég er til dæmis búin að fara 3var sinnum útað borða um helgina. 2 x Sushi (apótek & sushi train) og 1 x tapas barinn. Fór á Nouvelle Vague tónleika og sá Sprengjuhöllina. Bar söngleikinn Leg augum. Hékk e-ð á Kaffibarnum. Líka aðeins á Boston og B5. Tók kríu með Sölva hönk. Talaði í símann. Talaði á Msn. Ragnar er kominn heim til Íslands. Tók morgunkaffi á Prikinu. Leyfði mér að hlakka til að fara til DK í Júní. Fékk stig. Gerði mér góðan smoothie. Fékk hugmyndir. Fékk fiðrildi. Fór í sund í Vesturbæjarlaug. Fór í opnun á mini mall á Laugaveginum. Keypti mér leggings, á þessum stendur Fit&Fun. Fékk mér soyalattetogo. Borðaði á Grænum Kost (já ok 4 x út að borða). Fór á snyrtistofu í lit og plokk. Gerði mér grein fyrir áskriftinni sem ég er með í lífsgæðakapphlaupinu. Hugsaði til Báru minnar. 13 af ofangreindum hlutum gerði ég með Maríu Rut.
Daddarrarí, þar hafið þið það. Þetta var nú dúlluleg helgi ikke sant?
Bæjó
mánudagur, apríl 30, 2007
fimmtudagur, apríl 26, 2007
örfréttir skrifaðar í upphafi dags
---eftir að ég hætti að drekka gerðist ég ekki AA manneskja heldur A-manneskja. Vekjaraklukkuna þarf ég varla lengur og morgna nota ég í hin ýmsu hvunndagsstörf. Í morgun tók ég til dæmis létt þrif á baðherberginu.
"they tried to make me go to rehab, I said No No No..."
---mig langar til að benda á blogg-grein hjá Kastljós Simma. Ég gæti ekki verið meira sammála.
---ég hef lengi leitað að þessum fullkomnu heyrnartólum til að tengja við iPoddinn minn. Eftir mikla leit og pælingar fann ég þessi réttu. Þýsk hágæðavara varð fyrir valinu. Ég fann þau á netinu á 3500kr ísl., en á Íslandi kosta þau 6500kr. ég taldi mig því gera kostakaup og pantaði þau. Svo fékk ég sendingu frá Íslandspóst. Ég þarf að borga TOLL. Oh afhverju geri ég ekki aðeins meiri rannsóknarvinnu stundum? Maður er alltaf að læra.
---ég er mjög ánægð með hinn nýja kvikmyndaklúbb Græna Ljósið. Efst á blaði fyrir bíóheimsókn er myndin The Science of Sleep.
---um helgina langar mig að sjá Nouvelle Vague og ætla að sjá söngleikinn Leg í Þjóðleikhúsinu. Inná milli langar mig til þess að negla og bora aðeins í veggi hérna heima við.
---ég ætla einnig að festa kaup á leikfimikorti hjá Laugum um helgina. Draumurinn er þó að fá mér baðstofukort. Dekur og hugguleg heit, ó já já takk fyrir. Mmmmm...
---í gær slóum við Kamilla held ég heimshraðamet í "tali". Við tókum eitt laggott Skypesímtal og töluðum svo hratt að næstum mátti greina eld loga útur fögrum munnum okkar!
égbiðykkurvelaðlifabörningóð!
bæjó!
"they tried to make me go to rehab, I said No No No..."
---mig langar til að benda á blogg-grein hjá Kastljós Simma. Ég gæti ekki verið meira sammála.
---ég hef lengi leitað að þessum fullkomnu heyrnartólum til að tengja við iPoddinn minn. Eftir mikla leit og pælingar fann ég þessi réttu. Þýsk hágæðavara varð fyrir valinu. Ég fann þau á netinu á 3500kr ísl., en á Íslandi kosta þau 6500kr. ég taldi mig því gera kostakaup og pantaði þau. Svo fékk ég sendingu frá Íslandspóst. Ég þarf að borga TOLL. Oh afhverju geri ég ekki aðeins meiri rannsóknarvinnu stundum? Maður er alltaf að læra.
---ég er mjög ánægð með hinn nýja kvikmyndaklúbb Græna Ljósið. Efst á blaði fyrir bíóheimsókn er myndin The Science of Sleep.
---um helgina langar mig að sjá Nouvelle Vague og ætla að sjá söngleikinn Leg í Þjóðleikhúsinu. Inná milli langar mig til þess að negla og bora aðeins í veggi hérna heima við.
---ég ætla einnig að festa kaup á leikfimikorti hjá Laugum um helgina. Draumurinn er þó að fá mér baðstofukort. Dekur og hugguleg heit, ó já já takk fyrir. Mmmmm...
---í gær slóum við Kamilla held ég heimshraðamet í "tali". Við tókum eitt laggott Skypesímtal og töluðum svo hratt að næstum mátti greina eld loga útur fögrum munnum okkar!
égbiðykkurvelaðlifabörningóð!
bæjó!
sunnudagur, apríl 22, 2007
Afmæliskveðja yfir haf og lönd
Í dag á afmæli mikil og merkileg manneskja.
Kamilla Ingibergsdóttir kom inní líf mitt fyrir tveimur árum og strax frá fyrstu stundu urðum við eins og æskuvinkonur. Strax á "þriðja deiti" hófum við búskap og deildum ekki bara herbergi, heldur líka rúmi. Sem og öllum lífsins leyndarmálum. Það er svo gott að vera vinkona Kamillu minnar. Svo gaman og auðvelt að gleðja hana. Maður veit alltaf hvar maður hefur hana, hún er með hróshæfileika par exelanz sem og "tuskar" mig til þegar til þess þarf. Gullblanda að mínu mati. Ég gæti haldið áfram endalaust um kosti hennar Kamillu.
Núna er hún lengst í burtu, í Vancouver, Canada. Ásamt team 12 í svokölluðum outpost.
Ég sakna hennar svo sárt, eða ljúfsárt. Gott að sakna svona merkilegrar vinkonu sinnar. Það verða því fagnaðarfundir þegar hún kemur til mín á Njálsgötuna í Júlí.
Ekta diljá-væmnis-kveðjur til þín elskan mín. Vildi óska að ég væri þarna hjá þér að fagna deginum. Spurnig um að hringja í new orleans fljótlega fröken?
Krónan krónan kemur sér vel
Ég hvet alla áhugamenn um góða súpermarkaði að mæta í Krónuna í Mosfellsbæ. Það er búð að mínu skapi. Þegar ég kom inn fékk ég strax tilfinningu fyrir því að allt sem mér þar mætti væri lógík. Á innkaupakerrunum er yfirlitskort af búðinni, maður getur því snögglega skipulagt búðarferðina í huganum á fyrstu skrefunum. Og auðvitað ekki eytt dýrmætum mínutum í að fara nokkra hringi áður en td. kryddhillan finnst. Úrvalið er með góðu móti (ferskt kjöt og fiskborð td), og svo spillir ekki fyrir að Krónan er jú lágvörumarkaður. Þarna er einnig heil "eyja" af lífrænum og vænum heilsuvörum. En það þykir mest móðins í dag ikke sant?
Mosfellskrónan er því komin í harða samkeppni við Fjarðarkaup að mínu mati. En sú búð gefur verslunarferðum mikið skemmtunargildi. Notalegt andrúmsloft, soldið eins og félagsmiðstöð í bland við gott úrval og fínt verð. Þó er skipulagið þar ekki nærri því eins gott og í Krónunni umtöluðu.
Get ekki beðið eftir því að verða socker mum...
Mosfellskrónan er því komin í harða samkeppni við Fjarðarkaup að mínu mati. En sú búð gefur verslunarferðum mikið skemmtunargildi. Notalegt andrúmsloft, soldið eins og félagsmiðstöð í bland við gott úrval og fínt verð. Þó er skipulagið þar ekki nærri því eins gott og í Krónunni umtöluðu.
Get ekki beðið eftir því að verða socker mum...
fimmtudagur, apríl 19, 2007
Og við fáum að sjá mynd...
---diljá og pabbi ámundi sigurðsson---
Ég var að setja inn myndir sem teknar eru með nýju myndavélinni sem móðir mín gaf mér í afmælisgjöf. Njótið vel lömbin mín.
Ég var að setja inn myndir sem teknar eru með nýju myndavélinni sem móðir mín gaf mér í afmælisgjöf. Njótið vel lömbin mín.
þriðjudagur, apríl 17, 2007
Afhinuogþessutilgangslausueðaekkisvotilgangslausu
Var búin að skrifa heljarinnar langloku um mig og mitt borderline fetish fyrir handklæðum. En mér fannst það síðan svo hallærislegt að ég strokaði það út. En þar hafið þið það!
Annars þá hélt ég partý, afmælispartý, á föstudaginn sl. Það var gaman, sérstaklega var það fyndið að sjá muninn á partýum 2003 og 2007. Hann er þó nokkur.
Ég fékk alveg rosalega flottar gjafir frá vinum mínum. Ég er greinilega ekki útsölutýpan í augum þeirra, því allir gáfu mér svona urban merkja menningarlegt posh dót. Ég á varla til orð. Mjéúg þakklát. Takk. Takk. Takk.
Annars er það ekki mikið sem ég hef í fréttum. Mikið að gera í vinnunni. Mikið að gerast í kollinum. Mikið að gerast í veðrinu, sól, blíða, rok og slydda. Allt á sama augnabliki. Bara svona eins og lífið sjálft.
Obbósí, nú er maður djúpur. Oh well my dear Hemmi...
Bestu kveðjur
Diljá Destiny
Annars þá hélt ég partý, afmælispartý, á föstudaginn sl. Það var gaman, sérstaklega var það fyndið að sjá muninn á partýum 2003 og 2007. Hann er þó nokkur.
Ég fékk alveg rosalega flottar gjafir frá vinum mínum. Ég er greinilega ekki útsölutýpan í augum þeirra, því allir gáfu mér svona urban merkja menningarlegt posh dót. Ég á varla til orð. Mjéúg þakklát. Takk. Takk. Takk.
Annars er það ekki mikið sem ég hef í fréttum. Mikið að gera í vinnunni. Mikið að gerast í kollinum. Mikið að gerast í veðrinu, sól, blíða, rok og slydda. Allt á sama augnabliki. Bara svona eins og lífið sjálft.
Obbósí, nú er maður djúpur. Oh well my dear Hemmi...
Bestu kveðjur
Diljá Destiny
föstudagur, apríl 13, 2007
uppáhalds mitt
þessa dagana eru nokkur lög með Gus Gus í miklu miklu uppáhaldi hjá mér. Ef þú klikkar hérna þá eru þau öll að finna, og tilvalin til hlustunar. Öll verða þau spiluð nokkrum sinnum í kvöld.
Þess má geta að í kvöld verður á boðstólum bolla í boði Boston og rautt og hvítt í boði Mr.Destiny.
Sponssponsspons!
Verið glöð og verið tipsy. Komið og dillið ykkur hjá mér í kvöld börnin góð.
En umfram allt verið þæg og góð.
Þess má geta að í kvöld verður á boðstólum bolla í boði Boston og rautt og hvítt í boði Mr.Destiny.
Sponssponsspons!
Verið glöð og verið tipsy. Komið og dillið ykkur hjá mér í kvöld börnin góð.
En umfram allt verið þæg og góð.
miðvikudagur, apríl 11, 2007
Nú þegar ég er orðin 28 ára þá get ég sagt ykkur það að ég helti í fyrsta skipti uppá kaffi áðan, þeas fyrir mig eina, bara heima.
Fleiri "þroska"breytingar hafa ekki átt sér stað um þessi tímamót. Enn sem komið er. ó þó,
Ég get nefnt húsfreyjuhlutverkið sem ég naut mín í á afmælisdegi mínum. Þá bauð ég uppá fallegt hlaðborð og kaffi hér á heimili mínu að Njálsgötu 16. Mjög huggulegur dagur og ég var með heimatilbúna svuntu. Ráðagóða húsmóðirin sem ég nú er. Bauð líka uppá Twister spilið, svona til að finna fyrir andstæðum. Maður er ekki KaosPilot fyrir ekki neitt.
Á föstudaginn nk. verð ég svo í hlutverki partýhaldarans, því þá mun góður hópur fólks flykkjast hingað í hús og sýna mér og sér hvað hugtakið gleði þýðir. Ekki amalegt.
Ég mun birta myndir sem teknar eru á nýju myndavélina mína fljótt.
Svo mæli ég með þessu. Mr.Destiny tekur að sér að kalla á sumarfílinginn í maí. Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara. Og segið mömmum ykkar og pabba að fara líka. E-ð fyrir alla.
Björk og Hot Chip voru æðisleg í Höllinni á Annan í Páskum.
Verið nú sæl að sinni og gleðilega post páska. Það er blessuð blíðan.
Fleiri "þroska"breytingar hafa ekki átt sér stað um þessi tímamót. Enn sem komið er. ó þó,
Ég get nefnt húsfreyjuhlutverkið sem ég naut mín í á afmælisdegi mínum. Þá bauð ég uppá fallegt hlaðborð og kaffi hér á heimili mínu að Njálsgötu 16. Mjög huggulegur dagur og ég var með heimatilbúna svuntu. Ráðagóða húsmóðirin sem ég nú er. Bauð líka uppá Twister spilið, svona til að finna fyrir andstæðum. Maður er ekki KaosPilot fyrir ekki neitt.
Á föstudaginn nk. verð ég svo í hlutverki partýhaldarans, því þá mun góður hópur fólks flykkjast hingað í hús og sýna mér og sér hvað hugtakið gleði þýðir. Ekki amalegt.
Ég mun birta myndir sem teknar eru á nýju myndavélina mína fljótt.
Svo mæli ég með þessu. Mr.Destiny tekur að sér að kalla á sumarfílinginn í maí. Látið þetta ekki fram hjá ykkur fara. Og segið mömmum ykkar og pabba að fara líka. E-ð fyrir alla.
Björk og Hot Chip voru æðisleg í Höllinni á Annan í Páskum.
Verið nú sæl að sinni og gleðilega post páska. Það er blessuð blíðan.
miðvikudagur, apríl 04, 2007
Fyrir ári fyrir ári
...átti ég einmitt líka afmæli. Ég lýg því ekki þegar ég segi ykkur að alltaf einu sinni á ári, í byrjun Apríl, þegar ljósaskiptin eru um níu leitið á kvöldin og lundin léttist á landanum, já þá á ég einmitt alltaf afmæli. Alveg langbesti tíminn til að eiga afmæli. Hérna eru einmitt myndir frá afmælinu mínu í fyrra. Það var góður dagur. Ég fékk kokteil klukkan 9.30 um morguninn, og á efri myndinni er ég einmitt orðin mjög hress. Eða í hádeginu. Hin myndin er tekin um það bil 12 tímum síðan. En þá lagði Team 11 one dollar bar undir sig, og ég var aðalstjarnan. En ekki hvað?
Hlakka til að sjá hvernig ég kem út úr næsta afmælisdegi. Orðin svo settleg og hugguleg á Njallanum. Ha?! ...aðhugsasér.
Gleðilega páska. Skemmtilegt hvað þeir hitta vel á í ár. Bara frí fimmtudag, föstudag og þangað til á þriðjudag. Æði.