þriðjudagur, janúar 09, 2007

Team 11

Jæja þá verum við komin saman aftur. Team 11 eða tím eleven. Svo óskaplega notalegt. Skólinn byrjaður aftur í síðasta sinn, 4 vikur framundan. Þetta verður góður mánuður. Strax í kvöld byrjaði skemmtunin. Nei eða reyndar kl.9 í morgun, þá var dansað sungið, kysst, faðmað og daðrað. Allt á einum klukkutíma. Heil önn pökkuð inní einn klukkutíma. Gerist ekki betra. Svo í kvöld var farið á Pub´en og spilað teningaspil og drukkið bjór og fisherman á 25kr danskar.
Get ekki hætt að dásama þetta fólk. Skil ekki alveg hvernig ég mun fara að án þeirra. Þvílík mannvonska að gera okkur svona háð hvor öðru og svo bara búið. Bless.
Ég endaði síðan kvöldið á rómantízku hamborgaraáti með Måns mínum. Í verstu birtu sem ég hef séð og upplifað. Hann náði uppúr mér öllu klabbinu, öllu bullinu og slúðrinu. Svona á milli þess sem ég tók tvöfalda dömubita af borgaranum. Gera aðrir betur!

Annars segi ég bara, gleðilegt ár (eða var ég búin að því?) og verði þinn máttur og vilji. Já að eilífu. Amen. Menn. Hérna að neðan eru linkar hjá mjög huggulegum skandinövum sem heimsóttu ísland um daginn
athugið hérna og hérna.

Sjálf er ég bara nokkuð hress. Áramótin voru æði, og helgin þar á undan og helgin þar á eftir.
Held að ég hafi verið ótrúlega kynþokkafull þegar ég slefaði í peysuna hans Ragnar um borð í Icelandair, hAfdís fokker 711 á sunnudagsmorgunn sl. Ikke sant? Svo gott að kúra sér í koti hálsa.

Bið ykkur öll um að vel að lifa. Verið þæg, verið góð.

Diljá

3 ummæli:

Ragnar sagði...

alltaf velkomið að slefa á mig, vorum samt í trans 3-some, ég hálfur á André og hálfur á þér... áhöfnin í greddu kasti yfir kynþokkafullri blöndu íslands og afríku ;)

Sigríður sagði...

Verri birta en var hjá mér??? hmmmmm

Dilja sagði...

miklu verri sigga!! miklu miklu!!

og ragnar uff já hvað við höfum verið sessý!! haha