Skólavikan byrjar vel þessa vikuna.
Í gær var haldin gospel workshop í skólanum. Þetta var gert til að hrissta alla bekkina saman svona í upphafi árs og bara til að gera janúarmánudag ógleymanlegan. Sungum söngva um dýrð Drottins allan hans mátt. Haleljúja!
Frábær dagur!
í dag vorum við í maraþon undirbúningi og kynningu fyrir lokaverkefnið okkar. Margar góðar hugmyndir komu fram í dagsljósið og fengu þær svo feedback frá Uffe fráfarandi skólastjóra KaosPilot skólans. En hann sagði okkur einmitt söguna af því þegar hann gekk í svefni á Hiltonhótelinu í Berlín rétt fyrir áramót. Allsber. Í gegnum morgunverðarsalinn. Ó svo gott að hlægja að vandræðilegum augnablikum...annara.
Hér erum við bekkurinn í dag. Einbeitt að vanda.
Næstu dagar eru þéttskipaðir af dagskrá sem lofar góðu. Á morgun er það sund og spa eftir skóla með bekkjarsystrum mínum og dinner hjá RolfArne. Meðlimir Royalklúbbsins ætla svo að njóta nærveru hvors annars á fimmtudagskvöldið. Á föstudaginn er ekta KaosPilot partý. Þemað er Ævintýri og ætlum við Ragnar (sem kemur frá Kolding) að fara sem Hans&Gréta. Megum ekki gleyma brauðmolunum, á maður ekki að dreifa þeim?
Annars er ég með e-a bloggstíflu. Ætlaði að vera búinn að birta lista yfir hápunkta 2006, lista yfir svefnstaði 2006 (mjög áríðandi) og lista yfir markmið, nýársheit og áskoranir fyrir 2007 (en það er orðinn ansi þokkafullur listi).
4 ummæli:
verð að segja að ég bíð spennt eftir listanum
rúmið þitt og dóttur þinnar er inní þessum lista elskan... sem verður kansnki smá ritskoðaður bara svo þú vitir;)
Hver á að ritskoða??? Er annars orðin mjög spennt að sjá alla þessa lista, koma svo, GO GO GO!! Varðandi brauðmolana, jú það á að dreifa þeim, svo koma fuglarnir og borða þá. Annars gat ég aldrei hlustað á Hans og Grétu þegar ég var lítil, fór alltaf að grenja!!! Held allavega að það hafi verið Hans og Gréta.... Átti sko plötu með 4 ævintýrum...
grenjuskjóðan sigga! já ég ætla að ritskoða sjálf, en fólk má endilega segja mér e-ð ef ég á að fylla inní...
Skrifa ummæli