mánudagur, janúar 22, 2007

mmmmm

Í morgun átti ég tvöfallt velíðunarfryggðaraugnablik. Nei þetta var ekki afleiðing sexy time með e-um skandinavískum ljósvíking. Heldur vaknaði ég og var viss um að ég hafi sofið yfir mig, leit á klukkuna og sá að hún var rétt að slá sex. Svo ég gat lokað augunum aftur og sofnað aftur. Að sofna aftur er alsæla.
Svo hringdi klukkan kl. 7.30 og ég hófst handa við að snúza eins og afreksmaður. Þegar klukkan var orðin rúmlega átta mundi ég að fyrirlesturinn ætti ekki að hefjast fyrr en klukkan 10 (í stað 9 eins og oftast)....og til að toppa allt; bara fyrir þá sem hafa áhuga á að starfa sem verkefnisstjórar hjá Statoil, sem er norkst olíu fyrirtæki. Svo ég gat lokað augunum enn aftur og sofnað á ný. Rapture it is. ó já ó já...

Helgin var frábær. Ég var félagslynd að vanda. Skemmtilegast þótti mér þó hlátursköst okkar Kamillu. Myndir koma síðar. Fórum nokkur í Sannleikann og Kontor, með áherslu á Kontor. Já maður vex víst aldrei uppúr því að leika sér aðeins með skólasystkynumm sínum. ó nei...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þú og sonur minn væruð góð saman. Hann er mikill afreksmaður í snúzi,hann gengur svo langt að biðja um 5 snús alveg í svefni. Neitar svo fyrir það þegar ég er að verða geðveik og byrjuð að urra. Skilur ekkert í þessari alltíeinu geðillsku mömmu sinnar svona þegar hann eer að rumska. En þá er snúzið orðið 45 mínutur...

Dilja sagði...

hahahha! hjónin Tinna og Sveinbjörn eru fyrirmyndar hjón!

Maja pæja sagði...

Já ég snúsa líka.. samt bara svona 2-3 sinnum... en með Sannl. og Kontór.. varstu látin kyssa einhvern?? eða fara úr fötunum?? eða hlaupa sex hringi í kringum húsið?? ;)

Dilja sagði...

já við tókum einn franskan með hvort öðru... en strip og hlaup er óversteitment miðað við mörg önnur verkefni sem voru gefin út hmmm