miðvikudagur, janúar 31, 2007

mitt ástkæra ylhýra

Ég er ekki íþróttar áhugamanneskja. Langt því frá! Ekkert pólítísk heldur ef útí það er farið. Enda er ekki mikið sem skilur þetta að, svona þegar maður lítur á félags- og flokksskiptingu. En spennufíkill og félagsvera er ég! Og lét því ekki handboltaleik Íslands og Danmerkur fram hjá mér fara í gærkvöldi. Aldrei hef ég séð (reyndar ekki séð þá marga) svona spennandi leik! Og ég á seint eftir að getað skilgreint hljóðin sem komu uppúr okkur Ástríði á síðustu mínutunum. Hugsið um kindajarm og barnsgrátur, þá eruð þið nálægt þessu.
Það er líka fyndið að vera í mótherjalandinu að horfa. Þegar þulirnir hérna segja: "Typiskt Sigfus, typiskt Sigfus...", segja þulirnir heima: "Oh hann lét sig detta, hann lét sig detta!"

Í dag er skírari skipting á þessum tveim löndum. Dönsku börnin í bekknum mínum "híja á mig" og fagna sigrinum, beint framan í mitt snoppufríða andlit. Frá Íslendingum heyrist: "ég ætla ekki að tala við Dani í dag","ég ætla ekki að kaupa danskar vörur í dag,"sparkið í Dani sem á ykkar vegi verða"
Vá hvað við erum svekkt! Svo svekkt að við missum allan þroska og skyn fyrir raunveruleika. Fólk leyfir sér að segja svona lagað. Greinilega "leyfð" viðbrögð við tapi í íþróttum.
Jú, því eins og ég segi, er þetta mjög sérstakt samfélag, svona flokks og félagsskipting á milli hópa með "kenndir"....félagskenndir. "Höldum með"-kenndir.

Gaman að þessu!

5 ummæli:

Maja pæja sagði...

Ég er rosaleg í þessu "halda með" dæmi, held með öllu möguleg t.d. gosdrykkjamerkjum ;)

Dilja sagði...

með hverju heldur þú mæsa mín?

sunnasweet sagði...

hahaha þið Íslendingarnir segið bara "If we can´t beat them, we buy them" þeir eru dáldið viðkvæmir fyrir því :)
Hvenær kemuru heim Snælda mín

Dilja sagði...

2morró

Nafnlaus sagði...

t.d. pepsi max :/