Á aðfangadagskvöld byrjaði ég að hnerra. Á jóladag átti að fara með mig uppá bráðamóttöku vegna kviðarkvala. Á annan var ég með hita, en ég var í afneitun. Síðan á þriðja hef ég legið lárétt. Akkúrat núna langar mig að öskra úr pirringi. Jólin eru hátíð ljós og friðar...en ekki hita og hósta. Fyrir utan þessar neikvæðu staðreyndir hérna að ofan hef ég líka haft það ó svo fínt. Þetta er tildæmis fyrstu jólin sem ég át ekki yfir mig. Og ég fékk margar og fallegar gjafir. Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið.
Í dag er síðasti föstudagur ársins. Á landinu eru staddir aðeins fleiri KaosPilotar en aðra föstudaga ársins. Sem þýðir bara eitt. Happy go lucky and lucky go happy...101 Reykjavík. Litlir mjóir skandinavar fá að sjá íslenskan ungdóm drekka frá sér kjötsvima á helstu krám bæjarins. Allir að gera upp árið, hápunkta og lægðir. Hvað langar fólki að gera á gamlárs? Mitt markmið er allavega að komast úr þessum blessuðu náttfötum (þótt þægileg séu), finna gleðina og koma sjá og sigra þessa síðustu daga ársins.
Já elsku rassgatafýlurnar mínar, ég óska ykkur gleðilegra jóla og ótrúlegra daga á næsta ári. Verið nú prúð og stillt.
Ykkar sjúklingur
Diljá
þriðjudagur, desember 19, 2006
Kæru farþegar, velkomin heim
Já þá er maður mættur á eyju kennda við ís. Hvítur jólasnjór lá yfir öllu þegar við lenntum en sú dýrð var ekki lengi að hverfa þegar ég vaknaði í morgunn. Grátt yfir öllu og ausandi rigning. Hápunktur helgarinnar var kannski þegar prestur spurði hana Hörpu mína "hvað barnið ætti að heita" og svaraði um hæl: Sölvi Freyr.
Sölvi Freyr Helgason heitir drengurinn og ber það ósköp vel.
Ég hitti svo litlu frænku mína, Indiu 6 mánaða, í fyrsta skipti stuttu eftir lendingu. Okkur samdi svona rosalega vel og það fyrsta sem hún gerði var að kúrast aðeins í hálsakoti mínu. Og þar með var ég brædd.
Árlegt jólaboð Frímanns og Bjarna var á laugardagskvöldið. Íbúðin þeirra var full af æðislegu fólki úr öllum áttum. Mjög gaman.
Framundan eru svo tvenn litlu jól saumaklúbbana og jólahlaðborð hjá Sigga Hall með fjölskyldunni á fimmtudaginn. Áður en maður veit af er kominn aðfangadagur. Og er það nú ekki slæmt event.
Ég vil nú ekki fara of mörgum orðum um Julefrokost KaosPilot skólans sem var á fimmtudagskvöldið sl. Stemmningunni er varla hægt að lísa í siðprúðum orðum, og ekki viljum við að þetta verði e-r sora síða....eða hvað?;) Hérna eru nokkrar myndir
Sölvi Freyr Helgason heitir drengurinn og ber það ósköp vel.
Ég hitti svo litlu frænku mína, Indiu 6 mánaða, í fyrsta skipti stuttu eftir lendingu. Okkur samdi svona rosalega vel og það fyrsta sem hún gerði var að kúrast aðeins í hálsakoti mínu. Og þar með var ég brædd.
Árlegt jólaboð Frímanns og Bjarna var á laugardagskvöldið. Íbúðin þeirra var full af æðislegu fólki úr öllum áttum. Mjög gaman.
Framundan eru svo tvenn litlu jól saumaklúbbana og jólahlaðborð hjá Sigga Hall með fjölskyldunni á fimmtudaginn. Áður en maður veit af er kominn aðfangadagur. Og er það nú ekki slæmt event.
Ég vil nú ekki fara of mörgum orðum um Julefrokost KaosPilot skólans sem var á fimmtudagskvöldið sl. Stemmningunni er varla hægt að lísa í siðprúðum orðum, og ekki viljum við að þetta verði e-r sora síða....eða hvað?;) Hérna eru nokkrar myndir
miðvikudagur, desember 13, 2006
Costa del Jol
Hey people very merry christmas! Farið á myspace síðuna mína og hlustið á jólalagið þar.
Já annar í aðventu er kominn og farinn. Ekki snert piparkökudeig ennþá(nema þá í kúluformi í Ben og Jerry´s), né skrifað staf í jólakort. Er að spá í að senda bara nýárs-ástarbréf í staðinn. Safna saman öllum mínum væmnu kröftum og staraaaaa! Þið vitið, svona eins og kærleiksbirnirnir. Ég hef alla tíð gefið mig út fyrir að elska aðventuna jafnt sem jólin. Notið mín þegar jólalögin óma, labba í jólaljósunum með eplakinnar að verlsa gjafir, drekka glögg etc etc.
Í augnablikinu er ég ekki að nenna þessu, sérstaklega ekki þessum gjafakaupum. Ég verð bara ringluð, átta mig ekki alveg á þessu lengur. Keypti aukaferðatösku í gær til að koma öllum gjöfunum fyrir á leið heim til Íslands. Kem á laugardaginn nk. Og það er þétt dagskrá í anda aðventunnar; jólaboð, skírn, litlu jól, stefnumót, litlu jól, jólahlaðborð, jólaglögg,jólakonfektgerð, jólapakkainnpökkun, upplestur á súfistanum, þorláksmessa og svo endalaust framvegis!
Já og svo er hinn rosalegi Julefrokost KaosPilotskólans í kvöld. Þemað er Hollywood in the 50´s meets Sinatra, Hepburn and glamour... Ekki amalegt jólaþema. Team 13 sér alveg um skipulag og okkur er bara sagt að mæta í okkar fínasta 50´s pússi kl.19 niðrí skóla. Meira vitum við hin ekki. En frábært verður þetta, það efast ég ekki um.
bæjó
Já annar í aðventu er kominn og farinn. Ekki snert piparkökudeig ennþá(nema þá í kúluformi í Ben og Jerry´s), né skrifað staf í jólakort. Er að spá í að senda bara nýárs-ástarbréf í staðinn. Safna saman öllum mínum væmnu kröftum og staraaaaa! Þið vitið, svona eins og kærleiksbirnirnir. Ég hef alla tíð gefið mig út fyrir að elska aðventuna jafnt sem jólin. Notið mín þegar jólalögin óma, labba í jólaljósunum með eplakinnar að verlsa gjafir, drekka glögg etc etc.
Í augnablikinu er ég ekki að nenna þessu, sérstaklega ekki þessum gjafakaupum. Ég verð bara ringluð, átta mig ekki alveg á þessu lengur. Keypti aukaferðatösku í gær til að koma öllum gjöfunum fyrir á leið heim til Íslands. Kem á laugardaginn nk. Og það er þétt dagskrá í anda aðventunnar; jólaboð, skírn, litlu jól, stefnumót, litlu jól, jólahlaðborð, jólaglögg,jólakonfektgerð, jólapakkainnpökkun, upplestur á súfistanum, þorláksmessa og svo endalaust framvegis!
Já og svo er hinn rosalegi Julefrokost KaosPilotskólans í kvöld. Þemað er Hollywood in the 50´s meets Sinatra, Hepburn and glamour... Ekki amalegt jólaþema. Team 13 sér alveg um skipulag og okkur er bara sagt að mæta í okkar fínasta 50´s pússi kl.19 niðrí skóla. Meira vitum við hin ekki. En frábært verður þetta, það efast ég ekki um.
bæjó
sunnudagur, desember 10, 2006
Söfnun 2006
Peningurinn fyrir Desember 2006, dýrasta mánuð ársins, er búinn. Synjun í dag. Og ég á eftir að kaupa flestar gjafirnar og lifa (eins og drottning) í 20 daga í viðbót.
Er e-r möguleiki á að e-r nákominn mér, eða bara e-r sem finnst mikið til mín koma og finnur til með mér núna, geti startað söfnun?
Það væri ótrúlega almennilegt framtak. Og ég get sagt það strax núna að mamma og pabbi ólu mig bara nokkuð vel upp að því leiti að ég er svona skemmtilega þakklát týpa. Og þeir sem leggja inná söfnunarreikninginn fá alveg innilegt faðmlag og jafnvel koss á kinn ef ég er í stuði.
Allavega, bara á milli mín og þín, þá vona ég bara að þið finnið þetta hjá sjálfum ykkur. Enginn pressa frá mér sko...
Er e-r möguleiki á að e-r nákominn mér, eða bara e-r sem finnst mikið til mín koma og finnur til með mér núna, geti startað söfnun?
Það væri ótrúlega almennilegt framtak. Og ég get sagt það strax núna að mamma og pabbi ólu mig bara nokkuð vel upp að því leiti að ég er svona skemmtilega þakklát týpa. Og þeir sem leggja inná söfnunarreikninginn fá alveg innilegt faðmlag og jafnvel koss á kinn ef ég er í stuði.
Allavega, bara á milli mín og þín, þá vona ég bara að þið finnið þetta hjá sjálfum ykkur. Enginn pressa frá mér sko...
fimmtudagur, desember 07, 2006
RekkjuDiljá 2006
Ég hef stundum gert upp árið í lok ársins. Það hefur verið gaman að sjá hvað stendur uppúr og afhverju. Hvað hefur hefur áhrifaríkt og skemmtilegt. Góður siður. En þetta ætla ég ekki að gera núna, ekki strax allavega.
Það er mér svo ofarlega í huga þessa dagana í hversu mörgum rúmum ég hef sofið í á árinu 2006. En ég hugsa að ekkert ár af mínum 27 innihaldi svo háa tölu rúma og 2006. Þetta er þó ekki af því að ég er svona lauslát (langt því frá !)
En mikil ósköp sem ég hef flakkað á milli með ferðatöskuna mína góðu. Þetta spannar allt frá bedda í eldhúsi í Köben til 5 stjörnu hótel í Las Vegas. Nákvæmur listi kemur síðar. Óhætt að segja að það sé gaman að halda utan um svona "mikilvægar" tölur.
Rótleysið hefur verið ríkjandi í lífi mínu síðan haustið 2003. Fyrst fannst mér gaman að lifa þessu litríka sígaunalífi. Enda mikið fyrir ævintýri og afbrigðileg augnablik sem verða að minningum. En núna er gamanið búið og heim vil ek! Stöðuleiki óskast strax...ó já, ó já.
------------------------
Síðan síðast:
Búin í prófinu. Inní mér er blanda af gleði, lærdómi og smá vonbrigðum. Hefði mátt ganga betur. En mælikvarðinn er víst margþættur og mitt er valið að vega og meta.
(jáh maður er djúpur) Eitt af því besta við prófadagana var stór skammtur af kveðjum sem barst í gegnum gleðinnar tæknidyr hvaðan af úr heiminum. "Do it the icelandic Diljá style" sögðu krakkarnir í team 11. Já já ég er búin að ala þessar elskur svo vel upp...
Fór svo á funheitt stefnumót í Köben að hitta kærastann og foreldra hans. Drakk jólaglögg, borðaði purusteik og mátaði kjóla og skoðaði skó. Gleymi alltaf að byrja kaupa jólagjafirnar samt, úpps kaupi bara e-ð handa mér. Verð að fara að venja mig af þessu. Eða ekki...?
Er nú loksins komin í 5 stjörnu herbergi Ástríðar minnar, sem er í Búdapest. Lundin léttist um leið og ég fékk húsnæði. Kamilla brilleraði í prófinu sínu í gær, "you make Dilla proud".
Fagnað var með kókóskjúlla a la Ástríður og öl með team 12 á Pub´en.
Í dag var það jólagjafaverslun, glögg og í kvöld er það fótabað, maski og bíómynd. Á morgun rómantískt stefnumót hjá Dill&Mill í 3jarétta, svo partý í KP. Á sun er það svo jólakökubaxtur og Royaljólamatur 2006.
Já þetta er yndislegt yndislegt líf!
Væri samt til í að vera aðeins minna blönk.
Bæjó
Það er mér svo ofarlega í huga þessa dagana í hversu mörgum rúmum ég hef sofið í á árinu 2006. En ég hugsa að ekkert ár af mínum 27 innihaldi svo háa tölu rúma og 2006. Þetta er þó ekki af því að ég er svona lauslát (langt því frá !)
En mikil ósköp sem ég hef flakkað á milli með ferðatöskuna mína góðu. Þetta spannar allt frá bedda í eldhúsi í Köben til 5 stjörnu hótel í Las Vegas. Nákvæmur listi kemur síðar. Óhætt að segja að það sé gaman að halda utan um svona "mikilvægar" tölur.
Rótleysið hefur verið ríkjandi í lífi mínu síðan haustið 2003. Fyrst fannst mér gaman að lifa þessu litríka sígaunalífi. Enda mikið fyrir ævintýri og afbrigðileg augnablik sem verða að minningum. En núna er gamanið búið og heim vil ek! Stöðuleiki óskast strax...ó já, ó já.
------------------------
Síðan síðast:
Búin í prófinu. Inní mér er blanda af gleði, lærdómi og smá vonbrigðum. Hefði mátt ganga betur. En mælikvarðinn er víst margþættur og mitt er valið að vega og meta.
(jáh maður er djúpur) Eitt af því besta við prófadagana var stór skammtur af kveðjum sem barst í gegnum gleðinnar tæknidyr hvaðan af úr heiminum. "Do it the icelandic Diljá style" sögðu krakkarnir í team 11. Já já ég er búin að ala þessar elskur svo vel upp...
Fór svo á funheitt stefnumót í Köben að hitta kærastann og foreldra hans. Drakk jólaglögg, borðaði purusteik og mátaði kjóla og skoðaði skó. Gleymi alltaf að byrja kaupa jólagjafirnar samt, úpps kaupi bara e-ð handa mér. Verð að fara að venja mig af þessu. Eða ekki...?
Er nú loksins komin í 5 stjörnu herbergi Ástríðar minnar, sem er í Búdapest. Lundin léttist um leið og ég fékk húsnæði. Kamilla brilleraði í prófinu sínu í gær, "you make Dilla proud".
Fagnað var með kókóskjúlla a la Ástríður og öl með team 12 á Pub´en.
Í dag var það jólagjafaverslun, glögg og í kvöld er það fótabað, maski og bíómynd. Á morgun rómantískt stefnumót hjá Dill&Mill í 3jarétta, svo partý í KP. Á sun er það svo jólakökubaxtur og Royaljólamatur 2006.
Já þetta er yndislegt yndislegt líf!
Væri samt til í að vera aðeins minna blönk.
Bæjó