KaosPilot skólinn varð 15 ára sl. föstudag. Það voru hátíðarhöld frá 9 um morguninn fram á rauða nótt. Frá 9-13 var athöfn í Aarhus Theater. Fráfarandi skólastjóri skólans, Uffe Elbæk, hélt 1.5 klt ræðu. Ræðan innihélt 8 sögur sem allar lýstu eftirminnilegum atvikum í sögu skólans og sögu hans sem skólastjóra. Það besta við Uffe er að hann er glæsilegur sögumaður og hélt hann athygli nokkur hundruð manns allan tímann. Næst síðasta sagan var um fund hans við Vigdísi Finnbogadóttur sem átti sér stað haustið 2005. Hann fór mögnuðum orðum um frú Vigdísi sem og Ísland. Ég hélt varla tárunum aftur af stolti. Reyndar voru augun mín vot af væmni alla þessa 4 klukkutíma í Aarhus Theater. Já þetta er soddan költ sem við erum í ahhaha. Yndislegt költ alveg hreint. Trúi ekki að þessu fer senn að ljúka.
Bekkurinn er fullur af tilfinningum þessa dagana. Við erum öll svo meðvituð um að þetta séu okkar síðustu stundir saman. Og að þetta komi aldrei aftur, ekki í þessari mynd eins og hún er í dag og hefur verið sl. 2 ár.
Við erum sífellt að rifja upp og tala um það sem við eigum eftir að sakna. Og það eru nú alveg ótrúlegustu hlutir sem poppa upp á yfirborðið. En allt á það sameiginlegt að vera hluti af þessu öllu, þessum skóla, KaosPilot.
Ég á aldrei eftir að geta útskýrt fyrir ykkur "hinum" nákvæmlega hvað gerðist og hvað og hvernig ég lærði. Það er kannski það stórkostlegasta við þetta allt saman. Algjörlega óáþreifanlegt. En ég get sagt ykkur það að ég er mjög stolt af því að hafa farið þennan veg. Ég held að þetta fari mínum persónuleika mjög vel, svona óhefðbundið og klikkað nám.
Þessi pistill átti nú bara að fara nokkrum orðum um veisluhöldin sl. föstudag. En svona áhrif höfðu þau á mig, og þá kannski er þeim best líst í lofræðu með ögn af væmni.
Ég er byrjuð að pakka, fór með 25kg af uppsöfnuðu dóti í póst í dag. Og þá eftir að hafa hennt heilmiklu. Það ekki í fyrsta skiptið á sl.3 árum. Flakklífernið er ekki aaaalveg búið enn. Alveg nokkrir mánuðir eftir ennþá. En maður er orðin pró, og byrjaður að stokka niður og sortera tímanlega. Svo er bara keypt sér meir; ég haga mér eins og ég sé í dagsverslunarferð hérna, næstum því daglega. Ekki normalt?
Sé ykkur heima um helgina!
6 ummæli:
Já það verða viðbrigði þegar þessum kafla líkur. En þá tekur bara eitthvað annað spennandi við. Hef enga trú á öðru en að hún Dilla mín finni sér ætíð spennandi verkefni í lífinu til að takast á við. Þó það fylgi því smá tregi hjá þér að koma heim þá hlakka ég nú til að fá þig. Sjáumst um helgina skat.
Við íslendingar erum hálfgert költ útaf fyrir sig. Getur huggað þig við að það endar aldrei.
Annars skildi ég ekki hvað þú varst að læra fyrsta árið,, nú þykist ég vita allt um það þegar fólk spyr sko. "Já hún er að læra svona Kaos pilot,, það er t.d. að halda utan um listahátíð, skipuleggja tónleika og alls konar uppákomur og hátíðir.. Bara halda utan um og skipuleggja kaos." Alvitur um þetta sérstaka nám, eða þannig. Og öfunda þig hálfpartinn af því,, mjög spennandi og lifandi tími sem þú ert búin að eiga síðustu ár.
Ekki að ég hefði viljað skipta sko,, nei stýrivextir eru skemmtilegir...
múhahhahahah já stýrivextirnir hehe mjög skemmtilegir, maður getur sko skellihlegið af þeim ;) já verður gott að fá þig heim smúsa..
takk fyrir þetta kæru vinkonur,
þú ert e-ð í áttina tinna, en þetta er nú bara örlítill partur af þessu öllu saman.
Þetta eru bara störf sem ég hef verið að gera soldið svona, skólinn kennir þetta kannski ekki beint. En þetta eru mögueikar jú eftir námið:)
æ já, alltaf svo flókið að reyna að útskýra þetta, og mín sýn breytist stöðugt...
Ég hitti Uffe þetta sama haust, við vorum þá báðir berrassaðir í Elliðarárdalnum. Var það ein af sögunum sem hann sagði frá?
Einmitt eitt af því sem er hvað mest spennandi,, hvað þetta er engan vegin staðlað og formað nám.
Skrifa ummæli