Ég ákvað að skýra þessa færslu eftir nýju plötu Regínu Ósk, hef verið að velta því fyrir mér afhverju þessi stúlka skýrir plötuafkvæmið sitt slíku nafni. Hef ekki fengið svar né skýringu.
Í djúpum dal... ég er í djúpum dal verkefna, sósjal stefnumóta, hversdags erinda og markmiða sem hvunndagshetjur taka sér fyrir hendur. Á Íslandi er ég alltaf að hlaupa á milli staða og horna. Það er nú ekkert nýtt. Ég nýt mín vel í því sem ég er að gera en ég veit vel að framtíð mín má alls ekki líta svona út. Hlaupandi, utanvið mig, alltaf í símanum, alltaf sein. Nei takk.
Haustþing Framtíðarlandsins var glæsilegt. Ég hef mikla trú á þessu félagi, hugarfar þeirra er svo heillandi. Það var góð reynsla að vinna með þeim í undirbúningi þingsins, þetta er svo merkilegur hópur. Allir svo klárir og skemmtilegir. Mikill karftur. Nk. laugardag fer ég með þau uppí Borgarfjörð og leiði vinnuferli fyrir þau. Það er svona "process". Og ég "process facilitator". Þessi önn er "process" önnin mín, svo skila ég inn skýrslu um miðjan nóv og fer svo í munnlegt próf (kynning og vörn).
Já tíminn er dýrmætur, skil ekki afhverju ég er stanslaust að eyða honum hérna á þessum vef, á netinu. Best að fara að lesa, og skipuleggja og skrifa mail, skrifa hugleiðingar, gera samning og margt margt fleira. Gaman gaman! Allir velkomnir í heimsókn uppá Skólavörðustíg; nú bý ég þar og vinn þar! Ásamt Kamillu darling! VIð óskum stanslaust eftir innblástri og ferskum andvara í okkar návist.
Ps. Smá gáta í lokin; Hvaða hressi óreiðustjórnandi verður íbúi í risíbúð að Njálsgötu 16 frá og með febrúar 2007?
9 ummæli:
velkomin heim stelpuskott og þá meina ég sko heim HEIM Í KOTIÐ SITT!!!
ó það verður yndislegt...ég og njálsgatan mín og allir velkomnir í heimsókn:) get ekki beðið
Hlakka til að koma á Njallann og búa til fleiri góðar minningar þar. Hver veit nema maður kíki við með bláan doritos ;-)
Ohh já góðar og skemmtilegar minningar þaðan. Gangi þér vel í faciliator prossesinu,, hljómar spennandi :)
Ég var með sömu hringingu :) Vona að síminn og þú hafið það gott og að hann sé að skila sínu. Kær kveðja...
Well done!
[url=http://rsrwjslk.com/xoup/sxcz.html]My homepage[/url] | [url=http://kpukxvhn.com/uqti/dhox.html]Cool site[/url]
Good design!
My homepage | Please visit
Good design!
http://rsrwjslk.com/xoup/sxcz.html | http://rtjwpktu.com/qqor/fctp.html
Ég sakna Njallans óendanlega mikið... vildi stundum spóla til baka þegar að þú bjóst á Njallanum og ég á Gunnunni. En sem betur fer nutum við lífsins þá (alveg eins og núna ;)
Skrifa ummæli