mánudagur, september 04, 2006

stúlkurnar í aarhus

Jæja hérna er allt svona að detta í smá rútínu og rétt horf. Reyndar sýnist mér haustið vera að detta inn akkúrat núna á meðan ég skrifa þessi orð. Á leiðinni heim úr skólanum var sand- og laufblaðafok. Og himininn er þungur og grár. En haustin eru sjarmerandi, þá sérstaklega í Árósum.

Hérna á Dalgas Avenue er líka allt fullt af kertum og lömpum og góðu karma. Svona stelpu karma. Þetta er ekta stelpuheimili. Hérna er verið að skiptast á fötum, svara hinu kyninu sms-um og e-mailum. Ekkert fer af stað fyrr en allir hafa samþykkt. Túrtappategundir rökræddar. Hollar uppskriftir eldaðar...og þeim svo skolað niður með ódýru eðalrauðvíni úr Nettó. Allar máltíðir eru royal svo lengi við höfum fallegar sérvéttur og vínglös.

Skólaárið fer vel á stað, já og það kannski í alla staði. Bæði faglega...og félagslega. Félagsleg skemmtun í KaosPilot er ekkert í lágmarki. En núna verður maður að fara að velja og hafna. Maður þarf nú ekki að mæta í öll teitin og boðin. Reyna kannski að mæta frekar sem oftast í ræktina. Það finnst mér gott markmið.

Jæja ég er farin að "læra heima"...og verðlauna mig svo með nokkrum þáttum af Grey´s Anatomy. Stúlkan er alveg kolfallin fyrir læknanemunum í Seattle.

bæjó

6 ummæli:

Maja pæja sagði...

vá hvað þetta er töff mynd... en þúrt náttla svo töffskan :* knús frá mér til þín...

Sigrún sagði...

Hrikalega flott mynd Diljá.... oooh ég vildi að ég ætti Dr.Shephard á DVD....nammi namm og slef slef

Maja pæja sagði...

Ég á báðar seríurnar í tölvunni minni slef slef... alveg húkkt sko

Dilja sagði...

ég þakka aðdáun á ljósmyndinni, more to come:)
ég verð svo sjaldan svona húkket á sjónvarpsefni (tók það allt út á unglingsárunum;)) en þetta náði mér alveg. Ég er svo skotin í Dr.Shepard einmitt. Og bara þeim öllum... Þau eru nýju vinir mínir sem ég heimsækji fyrir svefninn öll kvöld...

Tótla sagði...

ég er ekki enn búin að jafna mig á Hórasíó Cain úr CSI-Miami...skil bara ekki hvað kom yfir mig með hann.

Dilja sagði...

Bára bjútíin mín, hittumst um helgina... Ég sakna þín:)

tótls: ég hef eiginlega aldrei séð CSI. Er ég glötuð:O? haha