föstudagur, september 22, 2006
Hann elsku Súmó minn
Það var klukkan 15.58 þann 19.september 2006 að hún Harpa mín eignaðist son. Við fæðingu vó hann 19 merkur og var 55cm. Verður þetta e-ð stærra en það? Í bumbunni hét hann Emil, nú hafa nöfnin Súmó, Hlunkur og Hlussi bæst við. Já hann er með mjög praktískt hnakkaspik, eins og sést hér að ofan. Brjóstaskoru og magafellingar. Já ég á greinilega e-ð í þessum;)
Harpa og Helgi taka sem afskaplega vel út sem nýbakaðir foreldrar...og ég tek mig úr í mínu hlutverki sem kærastan hans nokkuð vel líka. Svo er ég líka rosa meyr og væmin og tárast við og við. Hann kom í fangið á mér aðeins klukkustundar gamall og því augnabliki mun ég líklegast aldrei gleyma. Ó hvað ég elska þessa nýju mannveru heitt.
21 dagur þangað til ég fæ að kjassa kæróinn minn næst.
7 ummæli:
Ji hvað maður er lítill og sætur. Þið takið ykkur mjög vel út saman. Innilega til hamingju með litla kútinn Harpa og Helgi.
Sannkallað sjarmatröll :)
vonandi heilsast móðurinni vel eftir að koma svona stórum strák í heiminn.
Flottur pjakkur og þið takið ykkur vel út saman ;)
kv.Sóley
Er svo meyr...verð að skella á þig hamingjuóskum...þér og Hörpu:) Fæ alveg sting í magann hvað hann er fallegur og hvað þetta er ómetanlegt allt saman...veit þú átt eftir að vera besta "frænkan" í heimi...tár tár
Flannel-náttfata-eigandinn þinn;)
Ps. Ef vísitölufjölskyldusyndromið skyldi færast yfir Hörpuna og hún skelli upp eitt stykki Barnaland.is síðu eða einhverri annarri síðu með Emil í aðalhlutverki þá verður'u að láta vita...ok?
ohoo þið eruð svo sæt saman... og hann er algjört sjarmatröll ;)hi hí.. taktu mig með í heimsókn til hörpu e 21 dag :)
vá hvað hann er sætur og knúsilegur...
takk fyrir kveðjurnar allar saman, gleður mig mikið að þið sjáið hjónasvip hjá mér og kæró;)
heheh
ég vel aðeins það besta;)
Svona stór börn plumma sig vel í lífinu...ætti að vita það :)
Hann er æðigæði knúsímús...ooo manni langar að hnakkaþykktarmæla hann hehehe
Skrifa ummæli