mánudagur, maí 29, 2006

"ví klín hír, NÁ, jú möst gó át!"

Við þessa setningu vaknaði ég í gærmorgun. Þegar ég ránkaði betur við mér sá ég að ég var í skólanum mínum. Já stúlkunni hefur greinilega fundist svo heimilislegt þarna á aðfaranótt sunnudagsins, en þar voru við nokkur að sötra vín og öl og gleyma prófskýrslunni (sem verður bara flóknari og flóknari því dýpra maður sekkur ofan í hana) að hún ákvað bara að halla sér í þægilegum sófa.
--JÁ þetta var nú löng setning!--

Okkur Báru bárust nokkur eldheit tabloit frá íslandi. Ég verð nú að viðurkenna að ég sakna USweekly, OK, People ofl biblíum frá ammríku ansi mikið. Undir lokin missti ég ekki af tölublaði...af neinu þeirra.
En já ég var að skoða Séð og Heyrt áðan og komst ekki hjá því að spyrja mig enn einu sinni að því Hver eiginlega sendir inn þessar myndir þarna í myndaopnuna?!! Hver tekur mynd af kisu kúra hjá bangsa uppí leðursófa...og finnst hún svo flott að hann/hún sendir hana inn til að reyna vinna Happaþrennu?
Já svona er ég nú hrokafull...but I cant help it.

Önnur spurning; Hvar er sólin? En enn; Er í alvörunni næstum því kominn Júní? Mér finnst eins og Maí hafi byrjað áðan.

Jæja got2gó. Er að elda uppúr Grænn Kostur Hagkaupa, rosa gaman og vonandi rosa gott. Allavega nógu mörg skref sem þessi uppskrift er.

miðvikudagur, maí 24, 2006

það er LEIKUR að læra...

Já nú er skólinn byrjaður á fullu aftur hérna í Árósum og framundan eru langir og strangir dagar. Verkefnið sem er framundan er nánast ómögulegt. Eða reynið að setja 34 stjórnunar og skoðanaglaða KAOSPILOTA saman í eina stofu og látið þá taka EITT próf SAMAN. Prófið samanstendur úr einni skýrslu (í hvaða formi sem er, má vera video eða verkfærakassi ef út í það er farið) og svo 2ja daga kynningu og vörn með öllu tilheyrandi. Eigum að skila eftir viku og kynna og verja eftir 2,5 vikur...og erum ennþá að reyna að finna skipulagsformið...og dýpka "collective knowledge" (ok engum nema KP finnst þetta e-ð fyndið...)

En hvað um það. Hver dagur hefur verið árangursríkur að mínu mati. Hver dagur er líka eins og rússibanaferð. Stundum langar manni að ganga út og gefa þessum besservisserum (bekkjarfélugum) fingurinn, en stundum er maður líka að gargandi úr hlátri og stuði. Eins og í dag. Það var svo gaman fyrripart dagsins að ég hélt að ég myndi farast.
Það besta er að fékk video sent núna af þessum hluta, og þegar ég horfði á það fékk ég aftur hláturskast. Ó svo gaman!

Annars var það besta við daginn að ég fékk Kamillu mína aftur á svæðið. Er búin að vera half handalaus án hennar sl vikuna. Assgotsas vesjen a henni að fara alltaf í e-ð annað land að vinna verkefni þegar mér þóknast að mæta aftur til Árósa eftir langa fjarveru. En svona lærir maður gott enn betra að meta.

Hér í Árósum rignir hann samt allt of mikið og california tanið lekur og lekur af mér. OG ég sem var búin að ákveða að gerast hnakkamella. En ég er ennþá með nýju ljósu lokkana mína;) Já og svo er ég núna eigandi að enn einum flugmiðanum sem veitir mér far á milli íslands og danmörku, og til baka. Dagsetningarnar eru eftirfarandi 17.júní heim, 21.ágúst aftur út.
Rétt upp hend sem kemur að taka á móti mér!...og svo út á lífið!

jæja best að fara að sofa. JEtLaggið lifir ennþá GÓÐU lifi í líkama mínum. Í nótt var 10.nóttin í röð sem ég fékk ekki heilan og góðan svefn. Á mánudaginn fór ég meira að segja ósofin í skólann. Það var erfitt. Líka af því að við fengum kampavín við í morgunmat, svona velkomhómfromSF móttaka. Ég flissaði i 2 tíma en drapst svo í hadeginu.

jæja bæjó

laugardagur, maí 20, 2006

Islande dúús poauh

...já nei eða ekki. Ekki í þetta sinn. Kannski næst?

Ég man nú þegar ég sat með nokkru velvöldu fimmtudagspartýfólki hérna í lok október sl. Þá var frumflutt lag sem sótti um að komast í undanundanundan (hvað voru mörg undanúrslit á Íslandi). Okkur fannst þetta svo frábært lag að plönuð var ferð til Grikklands í maí 2006. Þar yrðum við (fimmtudagspartýfólkið) hluti á krú-inu og þetta yrði svaka partý.

Lagið komst aldrei áfram. Ekki einu sinni í skemmuna þarna vestur í bæ. Og ég er bara hérna í Árósum. Með sárt enni, sorgmætt og döpur því Silvía Nótt var kosin út. En hey! það er samt partei í kvöld.

íslendingar safnast saman og horfa a slæma tónlist fá stig. Gagnrýna flíkur, gagnrýna týpur, blóta balkanspolitík og síðast en ekki síðst...hafa ástæðu til að djamma á fallegu vorkvöldi! Júrivisjón eru jól vorsins hjá íslendingum. Ó svo gaman.

Ég fer í partý til Sillu og kó á Dalgas Avenue. Að eigin ósk er sítrónukjúlli. Og trönuberjakokteilar.
Ég ætla með krullur og gerviaugnahár, til minningar um Silvíu Nótt.

"shit það eru allir að reyna við mig hérna..."

okíbæ

miðvikudagur, maí 17, 2006

fröken flugþreyta

jább, hér er ég! glaðvöknuð klukkan 4 aðra nóttina í röð!
fór dofin og sloj í gegnum daginn í gær með þurr rauð augu, hélt mér vakandi til kl 23 og ætlaði svoleiðis að sofa í 8-12 tíma. Já nei.

Fyndið að sjá á MSN, þar eru nokkrir aðrir úr Team 11 skráðir á línunni.



ég hugsa samt að trikkið við að komast yfir jet-lag sé einmitt EKKI að hafa það á heilanum...eins og ég. Möööööwwh

mánudagur, maí 15, 2006

komin

aftur heim til árósa. Núna á nýtt hjem, er núna búsett á silkeborgevej. Og er með rosa fallegt herbergi ALVEG ÚT AF FYRIR MIG EINA, sem ég hef ekki haft sl. 5 mánuði eða svo. Mikill lúxus. Og yndislegur meðleigjandi sem hún Bára er. Takk fyrir frábærar móttökur.

Ferðin yfir land og haf var löng með fjórum Ö-um og rúmlega það! Team 11 tókst meira að segja að detta tvisvar í það á leiðinni, geri aðrir betur. Ég kom því 2falt þunn og 5falt ferðaskítug heim í gærkvöldi. Og svaf svo til 15 í dag. Nú taka við anti jetlag dagar, og ég ekki fræg fyrir það að vera fljót að jafna mig á slíku. Sbr. 2 fyrstu vikurnar í SF.

Annars líður mér bara vel. Soldið skrýtið að þetta tímabil sé búið. En ég fer aftur til sanFrancisco, fyrr en síðar. Hver er memm?

þriðjudagur, maí 09, 2006

it´s the final countdown

dududduuuh duduuddduu

núna eru einungis þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur og föstudagur eftir in sunny california. Á laugardaginn er það svo 12 tíma flug til París, þaðan 2 tímar til Köben og frá Köben til Árósa í 3ja tímalestarferð. 3 flugvellir, ein lestarstöð og einn taxi. Ú stúlkan verður ekkert smá hugguleg í lok ferðar. En mér til mikillar gleði hef ég fengið herbjéérgi í árósinni sem ég get verið í aaallan tímann þangað til ég fer heim til Íslands. Ekkert flakk, engin ferðatöskuringureið. Bara staðfesta og rútína. Skólinn minn, ó já ég sakna hans mikið. Og svo er minn nýji meðleigjandi prævat-treiner að mennt...ekki leiðinlegt!!:)

Þessa dagana er það annars prinsessulíf í PaloAlto. Við Martine byrjum dagana á því að rúlla út um herbergishurðina okkar útí garð, þar sem við liggum í sólinni við sundlaugina og fáum lit (og far!). Týnum ávexti af trjánum í garðinum í morgunmat. Svo reynum við nú að gera e-ð álíka erfitt eins og versla aðeins og fara á hárgreiðslustofu...svona til að gefa deginum smá tilbreytingu hah! Á kvöldin eru svo dýrindis kvöldmáltíðir eldaðir af frönskum chef og með því er rautt og stundum kampavín mmm.
Mig langar mikið í vínsmökkun í Napadalnum, reyni að fitta því inní "prógrammið" Annars er ég held ég búin að gera allt "must do in SF". vei veih

Ó já ó já ó þú ljúfa líf.

ps. er komin með myndainnsetningarfrestunaráráttu, geri aðrir betur!

þriðjudagur, maí 02, 2006

the best of the most recent past

það er mið nótt núna. ég er í súperman rúmi í herberginu hans Dags. En hann var ég að passa í kvöld á meðan foreldrar hans (linda og eggert) fóru að sjá Sigurrós í santa rosa. Á morgun byrjar 3ja daga evaluation (skv.orðabók; gildismat) útí Presidio en þá gerum við upp tímabilið Jan-þar til nú. Ég þarf að skrifa mína sögu og í leiðinni meta þetta tímabil. Gefa því gildi. Sjá hvaða markmið ég sló, hverjir voru mínir hápunktar skólalega séð, og persónulega séð. Mig langar helst að taka risa stóra örk og teikna þetta upp. Það er miklu skemmtilegra, enda teikna ég orðið allar mínar glósur nú til dags. Svona þegar við á.

En núna ætla ég að skoða hápunkta sl daga í mínu lífi;
hápunktur 1:
fór út með nokkrum úr bekknum á fös. Við enduðum á best geymda leyndarmáli SanFrancisco. Að utan sýnist þetta vera kínverskur take away staður, en svo kemur maður inn og þá er þetta bara búllubar. Fullt af háborðum og stólum, og pool borð. Fyrir aftan barinn stóðu Judy og samstarfskonur hennar. Þær klæddust óþægilega litlum fötum fyrir aldur, og þegar betur var að gáð voru þær líklegast lang drukknastar þarna inni. Ég settist að sjálfsögðu við barinn og reyndi að kynnast þessum "dúllum" og áður en ég náði að panta mér fékk ég vískí on the rocks...og KJÖTBOLLUR í tómatsósu á pappadisk. Svona á meðan ég var ennþá að fanga þetta magnaða móment, setti Judy "chestnuts roasting on an open fire" á, sem ómaði allt í einu í botn...án þess að e-r kippti sér upp við það. Jóla jóla á changmowh hai bar á sutter og taylor st.
hápunktur 2:
eignaðist nýtt uppáhalds lag á laugardaginn. I LOST eftir og með Jón Tígur eða Tryggvi.
Búin að hlusta á þetta á repeat allar götur síðan og bara fljóta.
hápunktur 3:
svaf út á sunnudagsmorgunn, fór svo uppá þakið hjá Hildi og Rún. Tók með mér góðan morgun mat og borðaði hann með útsýni yfir fallegan hluta SF og flóann. Sólin skein hátt og ég fékk rosa lit. Svo hringdi pabbi, það var æðislegt.
hápunktur 4:
laaangur brunch með soon to be mastersgraduate Rún á NobHillCafé í sólinni, hvítvín (og ábót) og ávaxtasalat. Svona á maður að kunna að njóta lífsins!
hápunktur 5:
BBQ partý hjá Team 11 á sunnudeginum. Byrjaði snemma, var saklaust og kósý. Allir að grilla og knúsast útí garði (jáh team 11 er voða ástfangið af sjálfu sér þessa dagana). Svo dró fyrir sólu...og smekklegheitin í leiðinni. Allt í einu urðu allir rosa "hressir" og það hófust alvarlegir drykkjuleikir og dansipartý (ala swing og gömlu dansarnir). Æðislegt kvöld, æðislegur bekkur!

Jæja ég ætla að fara að reyna að sofna. Hlakka til á morgun...
góða nótt, eða góðan dag Evrópa.