Eins alþjóð veit (með alþjóð meina ég allir vinir mínir samt, en það er bara svona þegar maður er að reyna að vera háfleygur sko), já eins og alþjóð veit að þá á yours truly mjög auðvelt með að sofna fyrir framan sjónvarpið og skiptir þá engu máli hvort myndin sé góð eða leiðinleg. Já ósjaldan hafa vinkonur mínar rætt þetta vandamál sín á milli því oft hafa skapast fyndar senur þegar ég er að reyna að láta eins og ég sé vakandi og þræta fyrir það að ég sofi. Þetta finnst þeim alveg endalaust fyndið og hafa gaman að því að leika mig og eru byrjaðar að gera í því að byrja að tala við mig þegar þær heyra andardráttinn verða hægan og ég orðin hreyfingarlaus.
Hérna í Hollandi sofna ég líka oft yfir sjónvarpinu. En stundum er eins og ég fatti ekki þegar ég er að sofna og vakna svo bara seint um nóttina þegar frekar annarleg dagskrá er komin í gang. Er þá í smá stund svona á milli svefns og vöku og er í þungum þönkum yfir rassinum og brjóstunum sem þekja skjáinn. "Bíddu já hver er þetta?" "Hvað er að gerast"?
Og er rosa að reyna að tengja hardcoreklámið við það sjónvarpsefni sem ég var að horfa á þegar ég sofnaði. Ekkert smá steikt. Svo fæ ég samviskubit yfir því að hafa verið með klám í gangi hálfa nóttina.
...ekkert nær nú samt að toppa senuna þegar ég og sálufélgaginn minn (að þessu leiti), hann Ragnar, náðum að mætast á miðri leið og eiga spjall saman upp úr svefni, eða svona milli svefns og vöku ástands, um Bláskjá..... bláan skjáinn eða söguna Bláskjá? Já við veltum þessu mikið fyrir okkkur hahahahhahahah vá hvað það var ógeðslega steikt!!!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli