fimmtudagur, ágúst 31, 2006

örfréttir og aðrar hugleiðingar stúlku sem hefur innbirgt rauðvín

-fyrsta hugleiðing er; er ufsilon í innbi(y)rgt?
-önnur hugleiðing er; hvað ef öll þessi e-mail og bulletin með álögum um margra mánaða og ára ólukku væri sönn. Þeas ef maður myndi ekki áframsenda e-r skilaboðin þá myndi þetta í alvörunni gerast. Bara ekki verða skotin eða ástfangin eða ömurlegt kynlíf í mörg mörg ár.
-þriðja frétt eða hugleiðing; hvar væri ég án tónlistar?
-örfrétt: fór í líkamsrækt í morgun (veit ekki hvort þetta er rækt eða pína, mér finnst þetta einfaldlega ekkert skemmtileg athöfn) en þar hlustaði ég á hljóðbókina "7 habits of highly effective people". Ég fékk smá óbragð í munninn. Fannst ég svona amerísk working girl, working my way to the top. Nota tímann að læra á meðan mér svíður í vöðvana og set upp ljótann svip í andlitið.
-En þessi 7 habit eru fín.
-er smá hrædd við að útskrifast. Vil ekki skilja við skólann minn. Ef ég mætti ráða þá myndi ég setja tvo vísifingur saman, þá myndu allir í KP standa í stað og vera í frjós stellingu þangað til mér myndi þóknast til að mæta á svæðið og allt myndi halda áfram í harmóní. Í millitíðinni myndi ég fylgja draumum mínum. sjálfelskt? eee nei nei
-ég fæ martraðir allar nætur:( hvernig læknar maður undirmeðvitundina?
-eftir 2 vikur verð ég á Íslandi. Kannski verður elsku litli emil minn mættur á svæðið, kannski verð ég viðstödd. Ég fæ í magann bara við að skrifa þetta.
-danska diljá hefur tekið við af íslensku diljá. Það er töluverður munur þar á.
-ég held að ég sé að fara til SanFrancisco um páskana næstu!:) get ekki beðið
-ég ætla að fara að sofa núna. Er að hlusta á play lista í tölvunni minni sem heitir "fallasleepdeardiljá". Ósköp ljúft sem inní mín eyra lekur...mmm

Góða nótt

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vírd! - ég var búin að lesa helminginn af færslunni þegar ég fattaði að þetta væri þitt blogg en ekki blogg hjá annarri sem ég ætlaði að smella á. Enda var lesningin eitthvað skrítin, en síðan svo eðlileg þegar ég fattaði að þetta væri þitt blogg, líklega nýja útlitið sem blekkti mig.

Anyways... ég gæti hengt mig á morgun ef ólukka myndi fylgja því að senda ekki áfram svona draslpóst þar sem ég sendi aldrei neitt svona áfram... ég vona að þú getir verið viðstödd fæðinguna, örugglega magnað... ég rakst ekkert á þig í sumar, en langaði að segja þér að þú lítur rosa vel út á myndunum :)

hafðu það bara gott skvísa og skemmtu þér við að sigra heiminn.

sóley (lea biður að heilsa :)

Tótla sagði...

Rútan sem ég keypti verður geggjuð fyrir rúntinn okkar um landið næsta sumar með bóka og tónlistarklúbbnum.

Dilja sagði...

hey sóley; já leiðinlegt að hafa ekki séð þig og ykkur í sumar. En viltu senda mér myndir af leu og nýfædda(er komið nafn?) á diljaamundadottir@gmail.com?
Og já til hamingju með það auðvitað, koss og knús:)

tótla: ví ar só ON!!:)

Nafnlaus sagði...

kíktu á http://flickr.com/photos/soleybjort/
myndasíða fjölskyldunnar :)
svo er ég líka með soleybj.blogspot.com fréttir af familíunni svona þegar ég nenni ;)

vantar að vísu nýjustu myndirnar núna, en þetta er allt í vinnslu.