laugardagur, febrúar 26, 2005

Í gær var ég gísl (ekki það að fólk hafi misst sig í áhyggjum, sbr. kommentakerfið mitt). Núna er ég flóttamaður. Heimilinu mínu hefur verið breytt í íranskt mafíufélagsheimili, þar sem Youssef gengur um ber á ofan með hurðarhúninn af herbergishurðinni sinni svo ekki sé hægt að komast inn.

Við enduðum á að hleypa þeim inn og fórum upp á nágrannafund á næstu hæð. Allir í húsinu eru orðnir hræddir við þetta lið sem hefur hertekið húsið, fyrir utan standa 2-3 BMW-ar og maður veit ekkert hvað þeir geta tekið uppá að gera.
Við fengum semsagt fylgd inní íbúðina til að ná í það allra nauðsynlegasta og nú er bara óvissa hvernig málin standa þarna á Vestugötunni. Ég verð bara á ferðinni næstu daga, ég, fluffutaskan og tölvan mín.

Á afmælisdaginn hennar Maríu minnar var ég bæði gísl og flóttamaður.

6 ummæli:

Sigríður sagði...

Gerir lögginn ekki neitt þegar þetta er orðið heilt hús sem er á tauginni?? Gátuð þið læst herbergjunum ykkar áður en þið fóruð?

Katrín sagði...

sko ég er stressuð fyrir þína hönd. Þetta hljómar samt ansi mikið eins og bíómynd - vona að þetta hafi í raunveruleikanum bara verið bíómynd sem þú ert að gera í skólanum ??? eða ...

Nafnlaus sagði...

Hvaða sýra er þetta
-öddi

herborg sagði...

Mér líst ekkert á þetta. Skrítið að eigandinn geti ekki bara hent honum strax út. Gott að þú komst þér í burtu og vonandi getur þú verið hjá einhverjum þar til hann flytur. Þvílík óheppni með meðleigjendur í Árósum!!

maria sagði...

elsku stelpan mín.
þetta varðar bara 55 gr. fjöleignarhúsalaga!! Klárlega! Viss um að það sé hægt að henda honum út.
Út með gæruna!!! (tékkaðu samt hvort hann skilji ekki eftir eins og einn bmw handa ykkur, það er alltaf gott að eiga einn svoleiðis...)
vonandi reddast þetta fljótt vina mín.

Nafnlaus sagði...

Je dúdda. Ber að ofan labbandi um með hurðahúninn:)Þið getið kannski talist heppnar bara að þeir hendi ekki sýru á ykkur eins og sumir kk landar þeirra. Hljómar eins og eitthvað i kina spiser de hunde crazyness..tja eða bara pulp fiction crazyness. Vonandi liður þer ekki mjög illa eskan.Þetta verður liklega mjög fyndið í tímans rás..rás tímans,cATmaster