föstudagur, febrúar 25, 2005

Þar sem ég er nú svo glóbal þá hef ég tekið eftir allskonar smá-há-atriðum sem eru svo mismunandi á milli landa.
Td:
-þá er kveikjarinn/slökkvarinn alltaf utan á baðherbergjum hérna í Danmörku
-eitthvað mjög furðuleg tengi og innstungur, svona tíglalagað með þremur typpum/píkum (úpps ég sagði dónó!)
-í Hollandi er ruslið alltaf í stórri tunnu út í horni í eldhúsinu, ekki í skápnum undur vaskinum
-þar fer fólk heldur aldrei úr skónum innandyra (eitt af því FÁA sem ég fíla við það blessaða þjóðfélag)
-í austurríki og jú fleiri löndum má ekki sjúga uppí nefið, frekar að snýta sér bara á almanna

já þetta voru bara svona hugleiðingar í upphafi dags...

Ég var rétt í þessu líka að sækja um nokkrar vinnur á Íslandi fyrir sumarið og þar sem að ég er hrútur skil ég ekkert í því að fólk er ekki bara að svara mér STRAX! Kíki á póstinn með 30 sek millibili...
En ég er vongóð og hlakka til að bæta við reynslu mína. Langar núna að prófa að vinna við kvikmyndir, en svo kemur þetta bara í ljós. Allavega vil ég láta þetta e-ð tengjast náminu mínu.

5 ummæli:

Sigríður sagði...

Vá hvað fólk í Austurríki hlýtur að vera með stíflaðar ennisholur. Ég hef það nefninlega eftir áreiðanlegum heimildum að háls-, nef- og eyrnalæknir á Landspítalasjúkrahúsi Fossvogi hafi látið það út úr sér að það væri óhollara að snýta sér en að sjúga upp í nefið, fer frekar í ennisholurnar við snýtingu!!!

Dilja sagði...

já enda sýg líka bara eins og mér sýnist uppí nefnið á almanna! alveg sama um augun sem ég fæ augu frá fólki...:)

huxy sagði...

ég fíla þetta með ruslatunnurnar líka, hafði reyndar vanið okkur á slíkt fyrirkomulag löngu áður en ég kom hingað í þetta land ... þorrablót á morgun, held ég sleppi því ;)

Dilja sagði...

já ég gleymdi samt að minnast á klósett spottann í hollandi, þeas sem kveikjari og slökkvari ljóssins.

en já þorrablót; ég fór í köben um daginn og var það smááá öðruvísi. Meiri læti og svona njálsbúðarfílingur. Ég þarf að finna þorrablót sem er mitt á milli hollands og köben....

koss og knús til B og RMB

huxy sagði...

já, klósettspottinn er klikkað dæmi, hilluklósettin í evrópu líka og hundaskíturinn út um allt (þó hann sé nú ekki brjálæðislegur í trekt). vona að gangi vel að losna við meðleigjandafíflið ... knús á móti