mánudagur, mars 03, 2008

Í kringum heiminn á 30 dögum. Næstum því.

Ég var að fatta að það er akkúrat eitt ár síðan ég flutti aftur heim á Njálsgötuna. Mikið óskaplega er tíminn fljótur að líða. Alltaf jafn ljúft að koma heim til sín.

Nú fer að líða að næstu ferð til erlendis. Ferð númer 2 til Brussel er handan við hornið. Stoppa svo á Íslandi í sólarhring áður en ég fer til Texas. Ferðataskan hefur ekki farið uppá háaloft síðan sl mánuðinn, tekur því ekki. Var að tala við Kamillu en hún að sjálfsögðu búin að kortleggja fataval mitt fyrir SXSW dagana. Ekki erfitt að pakka þegar e-r sem er hinum megin á hnettinum er búin að leggja línurnar um hvað skal með í ferðina. Svo náum við einum sjopping degi áður en prógrammið byrjar líka. Perfekt! Mér skilst að maður sé ekki maður með mönnum í Austin nema með tatoo sé. Best að redda sér einu svæsnu gervitattoo!

Ég ætla að taka fullt af myndum, hef ekki tekið myndir í nokkra mánuði. Þetterekkihægt!

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Stuð á þér stelpa!!!
Matta

Unknown sagði...

1 vika baby!!!

Kamilla sagði...

er ég kannski pínu klekkuð?

og ég segi eins og öddi: 1 vika baby!!!!!!!!!!

Dilja sagði...

nei þú ert klukkuð!

counting down the house,

Öddibró sé þig í kirkjunni þann 16.mars!

Nafnlaus sagði...

Mér finnst gott að þú búir á Njallanum :)

Nafnlaus sagði...

Gaman hjá þér skvísa. Já og hún Kamilla er ótrúleg og ótrúlega mikil skvísa. Þú getur keypt þér svona nælon bol með fullt af tattooum...megea töf hohohoho

Rósa María