Ég skellti mér ásamt elskulegum kollegum mínum til Austin, Texas í sl viku. Þetta var obboðslega gaman! Ég stikla á stóru og tilnefni eftirminnilegustu hlutina, eftir katagóríum:
Eftirminnilegastu tónleikarnir:
-Luke Temple í mjög fallegri kirkju.
-FM Belfast & Rrreykjavík!! á Maggy Mae´s Rooftop
-Bon Iver á Maggy Mae´s Rooftop
Tjékkið að á þessu
Eftirminnilegustu manneskjurnar:
-Lola Lushious, Kevin maðurinn hennar og Ruth kærasta þeirra. Say no more.
-Soon to be Halle Berry. Halle er að fara að giftast Mr.Berry. Þau eru að hugleiða nöfnin: Blue, Straw and Cran fyrir börnin sín í framtíðinni.
-Allir sætu húðflúruðu strákarnir, obbósí!
Eftirminnilegasti maturinn:
-Tjipps og kesó
-Stay Awake koffíntöflurnar. Ómissandi á SXSW
-Lunch í Whole Foods. Valkvíði valkvíðanna. Allt girnilegt þar á bæ!
Eftirminnilegasta partýið:
-Red-Bull partýið, en þarf varð maður að vera með Red-Bull gervitattoo á sér til að komast inn.
Tveir lögregluþjónar lýstu vasaljósi á okkur til að ganga úr skugga að við værum tattoo-veraðar. Inni var 2ja hæða glerhús, rútu lounge, risa stórt svið og allt flæðandi í Red-Bull (heh með smá vodka út í kannski)
-Partýið á Children´s museum. Lestar keyrðu um í loftinu, fólk að kela inn í litlum húsum, risaeðlur, völundarhús og litríkir veggir. Mjög gaman, en samt e-ð soldið rangt við að djamma í þessu umhverfi.
-Levi´s partýið á Fort. Innan dyra var Levi´s völundarhús, dimmt og gallabuxna- og Ray Ban herbergi. Úti var live músik og þægilegir pallar í skugga til að fá sér bjór og hlusta á rokkið.
Já þetta var rosa hressandi vika. En núna er ég kapút.
Mikið ferðalag, margar flugvélar, lítill svefn, mikið af fólki, í ameríku er allt mikið!
Mjög góðir dagar framundan. Alltaf nóg um að vera í la vie de Diljá. Elsgedda.
4 ummæli:
Vóóóó...djöfull ertu KOSMÓ!!!!! Pant ég vera þú núna!
-Belja Björnsdóttir sem finnst ekkert gaman að vera ólétt endalaust og langar í Red-Bull partý!
Vá hljómar vel fyrir ykkur skvísurnar. Ég er búin að vera með Bon Iver á fóninum 24/7 (væri samt miklu meira rómó að vera með hann á FÓNINUM heldur í PC-tölvunni minni og mega lélegir hátalarar). Langar í tattoo kk.
Rósa María
takk fyrir skemmtilega veislustjórn í fermingunni áðan, þú varst súper flott :)
Brynhildur: Oh veistu þú hefðir fílað þetta í botn:) en haltu samt áfram að fjölga fegurðinni í þessum heimi. Þú ert svo obboðslega góð í því;)
RM: Já hann Bon kallinn er æði! Og sætur. Veit ekki hvort hann sé með tattoo samt hehe
MB: Já takk fyrir það elskan! Gaman að heyra það
Skrifa ummæli