Finnst ég gera lítið annað en að væla um jet-lag á þessu blessaða bloggi. Kannski er það af því að ég gef mér tíma til að blogga þegar ég ligg heilu og hálfu næturnar glaðvakandi, en vil ekkert heitar en að getað sofið heilan nætursvefn. Núna er klukkan 6.06 og ég glaðvaknaði kl.2.30 í nótt og hef bara verið að bíða síðan. Fyrst beið ég eftir því að sofna, en núna bíð ég eftir því að klukkan verði 7.00 svo ég geti farið uppí Laugar.
-Já best að minnast samviskusamlega á það að ég sé að fara þangað. Jafnvel gæti fólk haldið að ég væri alveg alltaf jafn dugleg að mæta í ræktina. Já já, haldið það sem þið viljið. Diljá Fonda, that´s me!
Ég er búin að vera að pressa á sjálfa mig að skrifa e-ar skemmtilegar lýsingar frá San Francisco og Las Vegas ferðinni. Andinn kemur alltaf yfir mig þegar ég er frá tölvu.
En annars var þetta alveg dásamlega ferð, ég er í skýunum með þetta allt saman. Mæli svo sannarlega með sól og blíðu og hressandi borg í nóvemberdimmunni, þeas að fara héðan úr dimmunni á Íslandi.
Mig vantar ráðleggingar varðandi tvennt:
1) Heilsársdekk (ódýr og góð, hvernig ber ég mig að?)
2) Heimilis þrifumanneskju (ódýr og góð, hvar byrja ég að leita?)
Anyone?
sunnudagur, nóvember 18, 2007
Leaving for Las Vegas
Já nú styttist í að við Frímann stígum upp í flugvél og fljúgum yfir til Vegas. Fengum flug fram og til baka og tvær nætur á MGM Grand hótel (sjá mynd) á 170$. Gjöf en ekki sala!
Ferðablogg á leiðinni.
Er að drífa mig núna á MOMA SF (Museum of Modern Arts San Francisco) að sjá stóra sýningu með Ólafi okkar Elíassyni.
Bæjó elskurnar!
sunnudagur, nóvember 11, 2007
þriðjudagur, nóvember 06, 2007
Ég átta mig ekki alveg á þessari hræðslu hjá fólki við að fara í smá pre jólaskap. Sjálf hélt ég skemmtilegan jólalunch hérna á laugardaginn sl. og ég sá ekki betur en allir skemmtu sér vel og nutu sín. Meira að segja tók einn guttinn sig til og skellti skónum sínum uppí glugga á meðan hann japlaði á piparkökum og jólablöndu.
Ég sé nákvæmlega enga ástæðu til þess að spara það góða. Jólin þurfa ekki endilega að þýða neysluæði og stress. Heldur eiga jólin að tákna samveru góðra vina og ættingja. Ekki satt?
Þetta skammdegi er reyndar að taka sinn toll, það er einfaldlega erfiðara og koma hlutum í verk. Ræktin hefur setið á hakanum, og skemmtistaðir borgarinnar hafa verið heimsóttir ótt og títt sl vikur. Núna verður tekið sig á! Held til San Francisco næstu helgi og verð í góðu yfirlæti hjá Öddu og Klaus, og svo er Frímann minn líka ekkert smá rómantískur félagi. Við erum að hugsa um að skella okkur í ríkisbubbaferð til Vegas. Musteri óraunveruleikans.
Eru þið ekki annars hress þarna úti?
Ég sé nákvæmlega enga ástæðu til þess að spara það góða. Jólin þurfa ekki endilega að þýða neysluæði og stress. Heldur eiga jólin að tákna samveru góðra vina og ættingja. Ekki satt?
Þetta skammdegi er reyndar að taka sinn toll, það er einfaldlega erfiðara og koma hlutum í verk. Ræktin hefur setið á hakanum, og skemmtistaðir borgarinnar hafa verið heimsóttir ótt og títt sl vikur. Núna verður tekið sig á! Held til San Francisco næstu helgi og verð í góðu yfirlæti hjá Öddu og Klaus, og svo er Frímann minn líka ekkert smá rómantískur félagi. Við erum að hugsa um að skella okkur í ríkisbubbaferð til Vegas. Musteri óraunveruleikans.
Eru þið ekki annars hress þarna úti?