Þetta MySpace er soldið fyndið fyrirbæri. Hin ný-unga-gjarna ég, fékk sér My Space alveg fyrir löngu. Sá að öngvinn var maður með mönnum nema vera með My Space. My Space hefur reyndar gert fólki mjög gott veit ég. Hitti stelpu um daginn sem er orðin soldið fræg, heimsfræg, út af My Space (og Greys Anatomy jú) og svo sé ég voða ástfangið kærustupar alla daga, þau tóku fyrstu skrefin á My Space.
En ég, ég veit ekkert hvað ég er að gera þarna. Ég kan rétt svo að setja nýtt lag á profilinn, og svo var ég að læra að setja mynda-comment fyrir nokkrum dögum. Daðrið er í lámarki, enginn mySpace rómans. Ó nei ó sei. Svo virðist enginn vera viss um á hvaða tungumáli skal vera tjáð sig á á MySpace. Íslenska eða enska. Ég er með ensku, en svo skrifa ég comment á íslensku. Flestir virðast gera það.
Svo finnst mér líka svo fyndið þetta viðkvæma fyrirbæri "top friends list"!!! Ég veit til þess að ég hef persónulega sært fólk með því að hafa það ekki inná listanum, eða sett það við hliðina á þessum og hinum. Svo analyserar fólk hvar á listann ég set það. Og ef það óvart fer "lægra" í listann, þá hef ég séð mína mynd fara út eða lægra hjá viðkomandi. Svona þögul samskipti um verðmæti vináttunnar. Alveg eðlilegt eða...?
Já já MySpace er æði, ég ætla að skoða þetta áfram. Er svo líka komin með Facebook, en þar hafa Norðmennirnir, vinir mínir, landað sínum tengslaþörfum. Lítið mál að fá mig yfir í það líka. Hvað er næst?
mánudagur, júní 25, 2007
þriðjudagur, júní 19, 2007
Alltbú
Já þá er KaosPilot stúlkan komin heim aftur, útskrifuð. Eftir að hafa átt the walk in the clouds í 2 vikur er örlítið erfitt að lenda á jörðinni. Útskriftin á föstudaginn var dásamleg í alla staði, alveg magnað að hafa fjölskylduna og Siggu, Tinnu og Kötu Súkkulaði með mér, maturinn var góður, athöfnin bara rokk og ról og partýið, oh já partýið; það var snilld. Þemað var Heaven and Hell. Team 11 var jarðað með viðeigandi jarðarför, og auðvitað var sprautað á okkur heilum hellings af kampavíni.
Já KaosPilot, allt búh. Getur e-r sagt mér hvernig ég á að sætta mig við það?
fimmtudagur, júní 14, 2007
Orðlaus
Síðasta vika hefur verið ein sú allra besta í mínu lífi, hingað til. Ég er aðeins að koma til jarðar og mér líður eins og ég hafi verið inní eigin bíómynd. Þeas ég hefði ekki getað skrifað skemmtilegra handrit, né leikstýrt þessu betur...hvað þá valið betra fólk. Allt þetta fallega fólk, svona háskólagengin og fín.
Við erum búin að vera að grilla uppá þaki, sóla okkur á bestu svölum í heimi, hlusta á Beach Boys, drekka kampavín, borða brunch á huggulegum kaffihúsum, fara á ströndina og fá bíkínífar, halda surprice partý fyrir kennarann okkar, halda þykistunni afmæli með dvergaþema, fórum svo í 3ja daga ferð til Aasen. En þangað fórum við fyrstu dagana okkar saman í ágúst 2004. Allir svo sætir og fínir í sandölum og ermalausum bol. Alltaf að rifja upp og kannski gráta smá (eða bara svolítið mikið). Ljúfsárt er kannski besta orðið yfir þessar kveðjustundir.
Ég er búin að reyna að finna orð til að lýsa þessum skóla í 3 ár núna. Ég held að ég sé líka búin að gefast upp. Þetta var bara ein stór ó-lýsan-leg ferð.
Ævintýri lífs míns lýkur á morgun, föstudaginn 15.júní. Ég er ánægð að hafa fjölskyldu og vini hjá mér á þessum hátíðar degi.
--->Skrifa meira seinna, þegar ég er komin þetta tilfinningarúnk sem einkennir mig og Team 11 þessa dagana. Væmna Diljá í hæðsta gæðaflokki. Ekki amalegt. Set líka inn myndir sem fyrst.
Ykkar
Diljá sem er að fara að útskrifast á morgun
Við erum búin að vera að grilla uppá þaki, sóla okkur á bestu svölum í heimi, hlusta á Beach Boys, drekka kampavín, borða brunch á huggulegum kaffihúsum, fara á ströndina og fá bíkínífar, halda surprice partý fyrir kennarann okkar, halda þykistunni afmæli með dvergaþema, fórum svo í 3ja daga ferð til Aasen. En þangað fórum við fyrstu dagana okkar saman í ágúst 2004. Allir svo sætir og fínir í sandölum og ermalausum bol. Alltaf að rifja upp og kannski gráta smá (eða bara svolítið mikið). Ljúfsárt er kannski besta orðið yfir þessar kveðjustundir.
Ég er búin að reyna að finna orð til að lýsa þessum skóla í 3 ár núna. Ég held að ég sé líka búin að gefast upp. Þetta var bara ein stór ó-lýsan-leg ferð.
Ævintýri lífs míns lýkur á morgun, föstudaginn 15.júní. Ég er ánægð að hafa fjölskyldu og vini hjá mér á þessum hátíðar degi.
--->Skrifa meira seinna, þegar ég er komin þetta tilfinningarúnk sem einkennir mig og Team 11 þessa dagana. Væmna Diljá í hæðsta gæðaflokki. Ekki amalegt. Set líka inn myndir sem fyrst.
Ykkar
Diljá sem er að fara að útskrifast á morgun
miðvikudagur, júní 06, 2007
Diljá before and after KaosPilots
mánudagur, júní 04, 2007
Drunk vs. Sober?
Fólk hefur sýnt því mikinn áhuga hvort ég sé farin að drekka aftur. Fyrir þá sem ekki vita hef ég ekki verið drukkin í 4 mánuði akkúrat í dag, eða síðan fyrstu helgina í febrúar, hérna í Árósum.
Bæði verið að fá skilaboð, og fyrirspurnir að heiman. En fyrir ykkur sem eruð mikið að spá í þessu að þá er svarið NEI, ég er ennþá bara á ímyndunarfylleríum hægri, vinstri.
Team 11, leggur mikla áherslu á að ég fari að ákveða hvenær fyrsta fyllerí-ið verður. Þeim finnst mjög merkilegt að það verður með þeim, og vilja helst að það gerist sem allra fyrst.
ótrúlegt hvað þetta er mikið mál allt saman hahaha:)
Það sem ég er annars að spá mikið í er hver í andskotanum er að gera mig rúmlega forvitna með því að skrifa furðuleg komment hérna á bloggið mitt. Spurningin er hvort þetta sé leyni aðdáandi sem er með boarderline stalkingissues. Eða e-r vinkona mín eða vinur sem er að gera gys að mér?
Well my dear Hemmi!
Bæði verið að fá skilaboð, og fyrirspurnir að heiman. En fyrir ykkur sem eruð mikið að spá í þessu að þá er svarið NEI, ég er ennþá bara á ímyndunarfylleríum hægri, vinstri.
Team 11, leggur mikla áherslu á að ég fari að ákveða hvenær fyrsta fyllerí-ið verður. Þeim finnst mjög merkilegt að það verður með þeim, og vilja helst að það gerist sem allra fyrst.
ótrúlegt hvað þetta er mikið mál allt saman hahaha:)
Það sem ég er annars að spá mikið í er hver í andskotanum er að gera mig rúmlega forvitna með því að skrifa furðuleg komment hérna á bloggið mitt. Spurningin er hvort þetta sé leyni aðdáandi sem er með boarderline stalkingissues. Eða e-r vinkona mín eða vinur sem er að gera gys að mér?
Well my dear Hemmi!
sunnudagur, júní 03, 2007
Póstkort frá Danmörku
Sæl mín kæru!
Þá er mín komin til Danmörku.
Hérna skýn sólin á himni, ég gizka á 20-25°C. Ekki amalegt að mjúk sjávargolan leikur um vangana og sér um kæla mann niður við og við. Mini-Iceland Airwaves fyllti Vega á föstudagskvöldið og ég dansaði svo mikið að fætur mínir voru soðnir. Ég náði að verzla í stærstu H&M á Strikinu fyrir 5 hluti á 10.000kr. á 15mín. Við Sara hoppuðum í rúminu á hótelherberginu á Hotel Du Nord. Tókum líka 6x leigubíl á einum sólarhring.
Það var gott að koma til Árósa, er í íbúðinni hans Helga á Helge-næs-gade. Götunafnið segir allt sem segja þarf held ég. Fór beint í Royaltrúnó með Guðnýu og Ástríði við lendingu, svo að hitta trylltan líð úr skólanum. Allt við það sama; ofurölvun, dansifans og teningaspil. Gekk svo heim með Jonasi á höfninni við sólarupprás. Magnað! Vissuð þið að sumir kranar líta út eins og risaeðlur? Ég fann eina búð opna í dag, það var Alta (lágvörumarkaður) keypti mér fyrir 600DK. Jáh greinilegt að neyzluþrá og geta mín er í hámarki núna...
Kossar og knús og bestu kveðjur
Diljá og fjölskyld.
Þá er mín komin til Danmörku.
Hérna skýn sólin á himni, ég gizka á 20-25°C. Ekki amalegt að mjúk sjávargolan leikur um vangana og sér um kæla mann niður við og við. Mini-Iceland Airwaves fyllti Vega á föstudagskvöldið og ég dansaði svo mikið að fætur mínir voru soðnir. Ég náði að verzla í stærstu H&M á Strikinu fyrir 5 hluti á 10.000kr. á 15mín. Við Sara hoppuðum í rúminu á hótelherberginu á Hotel Du Nord. Tókum líka 6x leigubíl á einum sólarhring.
Það var gott að koma til Árósa, er í íbúðinni hans Helga á Helge-næs-gade. Götunafnið segir allt sem segja þarf held ég. Fór beint í Royaltrúnó með Guðnýu og Ástríði við lendingu, svo að hitta trylltan líð úr skólanum. Allt við það sama; ofurölvun, dansifans og teningaspil. Gekk svo heim með Jonasi á höfninni við sólarupprás. Magnað! Vissuð þið að sumir kranar líta út eins og risaeðlur? Ég fann eina búð opna í dag, það var Alta (lágvörumarkaður) keypti mér fyrir 600DK. Jáh greinilegt að neyzluþrá og geta mín er í hámarki núna...
Kossar og knús og bestu kveðjur
Diljá og fjölskyld.