mánudagur, júlí 17, 2006

Hávaðamengun

Getur e-r af þessum hámenntuðu og gáfuðu lesendum síðunnar útskýrt fyrir mér lögin um hávaðamengun. Fólk virðist ekki hika við að kalla út lögreglu ef það er partý í heimahúsi á óviðunnandi tímum sólarhringsins. En væri það þá réttur minn að kalla á hana ef ég vakna við borhávaða kl.7 á mánudagsmorgni? Eða 9 á laugardagsmorgni?
Partýhljóð eru þó allavega tónlist og mas fólks með sólheimaglott. Borhljóð er ógeðslegt og ekkert jákvætt við það! Það veldur hausverk og er áreiti fyrir allan líkamann.
Ég er að tala um KLUKKAN 7 á mánudagsmorgni?? Það er allavega réttur minn að vera pirruð.

Vona að mitt margfræga og seiðandi bros verði komið á andlit mitt á ný uppúr hádegi:)

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Iðnaðarmennirnir sem léku sér að lífi mínu í nokkrar vikur með því að bora gat í vegginn fyrir utan..og á sálina mína í leiðinni, fluttu sig um set þegar ég fór á spítalann eftir páska og boruðu fyrir utan gluggann á einangruninni líka.. eða allavega voru þarna sadistar með borvél sem tóku þá ómeðvituðu ákvörðun að ég hefði ekki gott af svefni, né geðheilsu fyrir hávaða!
-Matta...sem skilur þig svooo vel!

Dilja sagði...

hvað getur maður gert? er það bara eyrnatappaaðferðin? eða á ég að negla eggjabakka á alla veggi?
ég held þeir byrji alla daga á borinum...og svo er það bara fiðurlétt verk þegar lengra líður á daginn. Satistaógeð!

Nafnlaus sagði...

Auðvitað ættiru að geta kvartað spurning bara hvað hefði verið gert.

Nafnlaus sagði...

Að troða eyrnatöppum á kaf hefur alltaf reynst mér vel...

Dilja sagði...

nú já EÐA stelpur mínar: bara vakna klukkan 6 og fara í ræktina og taka svo sannarlega á því!! er með blöðrur í´lófunum eftir lóðin:) svona á að gerettah!!

Nafnlaus sagði...

Excellent, love it! Extended car warranty 1994 model Accutane after before picture Low profile refrigerators Wi small business life insurance Lottery scholorship