föstudagur, júlí 14, 2006

Föstudagurinn fjórtándi júlí tvöþúsund og sex

er í dag og á aldrei eftir að koma aftur. Þess vegna ákvað ég þegar ég vaknaði í morgun að reyna að sjá allt það jákvæða í þessum degi og skrá það hjá mér. Það á eftir að gera þennan dökka og blauta dag miklu betri og ég hvet alla til að gera slíkt hið sama.
Núna er kl.11.33 og síðan ég vaknaði og þangað til núna hafa eftirfarandi móment verið hápunktar:
-mín beið tveggja orða sms, bara bull...en sagði samt svo margt. Aukakippur í hjartað:)
-hitastigið í sturtunni var óvenju fljótt að verða akkúrat eins og ég vil hafa það og morgunsturtan var frábær.
-öll fötin mín eru hrein, ég hafði um nóg að velja til að verða föstudagspæja.
-hlustaði á "óskalög hlustenda" með Gerði B Bjarklind á leiðinni í vinnunna. (held að þetta sé uppáhaldshápunkturinn)
-sat á fundi með 6 háttsettum karlmönnum Latabæjar (nei ekki bæjarstjórinn samt), ég var eina stelpan. Skildi allt lingóbullið sem var talað um. Sigur!
-er komin í augnadropameðferð sem svínvirkar á þurru augun sem skapa hausverk.
UPDATEUPDATE
-fékk óvænt stig í vinnunni (er þá með 3 stig í Latabæ) Væri til í eitt í viðbót.
-SvansaSúperTjikk sendi mér e-a skellihlægjandi kellingu á MSN. Maður getur ekki annað en hlegið með. Elskanah.
-Borðaði fullt af vítamínríku salati í hádeginu og slúðraði með Maríu.
UPDATE
Af MSN: 6 to go.(heba) says:
var ég búin að segja þér í dag hvað mér þykir vænt um þig .... Jæja þá veistu það núna... það er hellingur alveg hreint
UPDATE
þetta músikvideo er ó svo fyndið, kemur manni í hárrétt föstudagsskap!




UPDATE UPDATE UPDATE
-sá son DannyDeVito in person. Hann er í heimsókn í latasta bæ landsins. Allavega er ég löt.
Klukkan að verða 19.00 og mig langar heim að eiga fleiri hápunkta en þeir verða:
-fara í nýja kjólinn sem ég keypti í Spúúútnikk í gær
-fara í fordrykk hjá Hebu amlisstelpu
-fara í afmæli Hebu á Tapasbarnum ásamt góðu fólki
-bjór í boði Bödda á Hressó ´

Og á morgun
-fara í Brúðkaup hjá Evu og Stjúra
-í gullkjól
-90´s kvöld á 11unni, fékk VIP armband til að komast framfyrir röð! LengilifiMySpace!

Halelújjjahh!!
Æ em tjékking át
Guð geymi ykkur lömbin mín

3 ummæli:

Tótla sagði...

Sjálf er ég nú bara að kvitta fyrir mig út af svolitlu.
Geggjaður bloggari...ha finnst þér það ekki Sigga ?!?!

Dilja sagði...

já tótla mín, enda ert þú með stig...og já hann er að labba hérna fram hjá mér as i write these words.

heba við skulum fara eftir bókinni: "this book will change your life" þegar við flytjum út. Googlaðu hana bara ef þú veist ekki hvaða bók þetta er og sjáðu hver tilgangurinn er... got2lofit!
hlakka til í kvöld, ég hlakka alltaf svoo til!
sólin´skín og sonna!!!

Nafnlaus sagði...

Cool blog, interesting information... Keep it UP Home projector set theater up high blood pressure petaluma+tooth+whitening 27 jvc flat screen tv verizon wireless company and plans financial advisor Incorporating in ri Business cards for 9.99 http://www.plastic-surgeon-arlington-virginia.info/Imitrex.html neurontin 300mg med.use Call center business resources Home theater systems perfumes electroniczilla.com Lease surveillance camera hardcore gay bondage Space pilates http://www.leather-coats-5.info/dogs-neurontin.html