mánudagur, júlí 25, 2005

Frægt fólk

Ég má til með að segja ykkur að þetta sumar er búið að vera mjög gott hvað varðar status á samskiptum mínum við frægt fólk. Ég tala allavega e-n frægan á hverjum degi og alltaf bætist við símanúmerin í GSM símanum mínum. Frægt fólk er einfaldlega bara miklu áhugaverðara en almúgurinn (kúkur). Um daginn sat ég á ölstofunni við stórt borð og það sat eiginlega bara þjóðþekkt fólk við þetta borð. Ég get ekki líst tilfinningunni en mér fannst ég svona meira töff að vera þarna hjá þeim. Var að vona að sem flestir kunningjar (frægir og ófrægir) myndu sjá mig.

Ég veit samt ekki hvernig þetta endar því ég á alveg ógeðslega marga vini og margir hverjir í þeim hópi sem ekki eru neitt frægir. Því fleira frægt fólk í vinahópnum mínum því minna langar mig að þekkja almúgakrakkana. Þegar ég er með þeim er ég alltaf að hugsa: "bíddu hefur þú verið í blaðinu, eða á sviði eða sungið inná plötu"????
Fræga fólkið hefur alltaf e-ð skemmtilegt að segja, oft einmitt sögur af örðru frægu fólki eða bara af sjálfu sér. Elska góðar namedropp sögur, gæti lifað á þeim!

Sérstaklega þegar ég segi þær....

bæjó

föstudagur, júlí 08, 2005

Götubor og malbikunarsög

Á meðan í heiminum ólga stríð og framin eru hryðjuverk í metravís er ég í mínu persónulega stríði. Innra stríði. Ekki innra í merkingunni að ég eigi í vandræðum með sjálfa mig (ekkert að hjá mér!) heldur er ég í stríði við menn sem vita ekki að ég er í stríði við þá. Þess vegna tek ég að mér að svara fyrir þá í hausnum mínum og reyndar skjóta hausana af þeim...í hausnum mínum líka.

Þessir menn, sem mér finnst vera helsta ógn mín og mitt stærsta vandamál, byrja alla virka daga kl.8 á því að bora í götuna eða saga götuna með sög og undir er útvarpið í botn. Mér finnst þetta kalla fram hræðileg hljóð og hafa margir dagar byrjað hálfgrátandi af þreytupirringi og gremju. Í svefnslitunum hef ég planað heilu ræðurnar á þá og eitt sinn gekk ég svo langt að kæra þá (í hausnum mínum eins og vanalega)

Það magnaðasta við þetta project er að um leið og ég fer á fætur (milli 9-11) þá hætta þeir að bora eða saga. Þá verður bara allt friðsælt og stillt. Núna er ég lasin og er því doldið að henda mér við og við uppí rúm til að svitna og aumka mér. Alltaf, ALLTAF um leið og ég leggst uppí byrja þeir að bora eða saga!

Hvers þarf ég að gjalda? Hvað hef ég verið að gera rangt í fyrri lífum sem ég er að greiða fyrir núna?

_______________________

En á meðan ég kvarta um götubor & malbikunarsög eru magnaðar manneskjur að berjast hetulega við erfiða tíma, mis erfiða. En er ekki allt erfiðast hja manni sjálfum?

Matta, MajBritt, Tinna , KataErlings og Gréta (sem ég þekki ekki neitt) en hugur minn er hjá ykkur sem og öllu fólkinu í London. Leiðinlegt að helstu leiðtogar heims fái að vera svona lengi í kabbójaleik.