miðvikudagur, febrúar 06, 2008

Íslensk er þjóðin sem arfinn þinn geymir

Ég er ekki frá því að til þess að upplifa hina einu sönnu íslensku menningu þá þurfir þú að fara út fyrir bæjarmörkin, já eehum þá allavega út úr 101 Reykjavík.
Erfitt er að skilgreina menningu einnar þjóðar, hvað þá sjálfsmynd.
En mér sjálfri dettur þó ýmislegt í hug þegar ég þarf að ramma inn það sem mér finnst "ekta íslenskt"

Síðast liðnu helgi átti ég svona rað-móment sem ég hefði getað stillt upp inní þessum ramma.

Á Borgarfirði Eystra býr mikið af góðu fólki, ég hefði td. viljað taka mynd þegar við sátum inní notalegu eldhúsi að borða upprúllaðar pönnsur og drekka kaffi úr pressukönnu með sál, heima hjá mömmu hans Ásgríms Inga. Ömmu Magni-fisent (oh ok varð að name - droppa aðeins ). Í þessu sama eldhúsi beið okkar steikt ýsa, soðnar karteflur, heimabakað rúgbrauð og soðið grænmeti í hádeginu á laugardaginn. Dásamleg...og íslensk móment.

Veturinn er þungur í ár, við fórum yfir fjöll og skörð í þungri færð, í 5 tegundum af bílum. Þetta er íslenskt!

Á Neskaupsstað/Norðfirði (ég lærði það 28 ára gömul að þetta er sami staðurinn semsagt)
beið okkar heill hópur af yndislegu fólki, tróg fullt af þorramat og söngvaseiður eins langt og röddin nær. Vefarinn mikli frá Kasmír þakkar kærlega fyrir sig. Ég væri til í að krækja höndum saman við næsta mann, vagga mér og syngja sjómannsyrpur allar helgar.

Þó ég segi sjálf frá þá myndi ég segja að ég og Halla mín værum þannig týpur sem eigum auðvelt með að vera í stjórn (hvað þá eigin lífs), eigum auðvelt með mannleg samskipti og höfum oft frumkvæði að hlutum sem við skipuleggjum svo sjálfar.
Síðast liðnu helgi létum við alla þessa eiginleika frá okkur (nema auðvitað samskipta hlutann haha) og þurftum núll mikið að sjá um okkur sjálfar. Það var séð fyrir nákvæmlega öllu. Og það er bara soldið notalegt að láta sjá um sig. Enn betra þegar maður hefur kost á því að kynnast mikið af góðu og skemmtilegu fólki í leiðinni.
Og tala um veðrið!

Núna hef ég komið á Austurland að vetri til. Ég ætla bókað að fara aftur í sumar og sjá þennan fallega stað á Íslandi, án vetrarklæða.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spurning hvort Magni verði ekki örugglega á staðnum þá?
Halla

Nafnlaus sagði...

Hljómar mjög næs helgi hjá ykkur stöllum:) Ég átti líka séríslenska helgi, fékk lánaðan jeppa og keyrði í nærri 3 tíma til að eyða helginni í sumarbústað lengst uppí sveit. Sat svo í heitum pott og horfði á norðurljósin með hvítvínsglas (já veit hætt að drekka..) og át á mig gat. Eyddum síðan restinni af afslöppuninni hörkuvinnu við að bæta einu herbergi við bústaðinn í formi snjóhúss. Sátum svo fram á nótt með heitt kakó öll í kremju inní snjóhúsi að segja draugasögur þar til rassinn á okkur var orðinn dofinn af kulda og færðum okkur aftur yfir í pottinn.. Þetta er immit líka dáldið mikið íslenskt

Tinna