miðvikudagur, febrúar 13, 2008

Mirdina, Nina for friends

Ég mæli eindregið með Facebook núna.
Ég fann vinkonu mína þar eftir að hafa leitað að henni í 10 ár.

Mirdina, eða Nína eins og ég kallaði hana, flúði ásamt fjölskyldu sinni til Hollands 1992, þegar stríðið sem högg Júgóslavíu í búta stóð sem hæst. Og þar kynntumst við, 13 ára, fyrsta skóladaginn minn. Við Nína gengum í gegnum ótrúlega merkilega tíma saman í Eindhoven. Tvær pirraðar gelgjur, sem flissuðu samt svo mikið stundum að þeim var hent út úr tíma.
Þau voru múslimar (þó ekki strang trúaðir) og ég fékk að taka þátt í hefðum þeirra eins og td. Ramadan, lærði um Mekka, talaði ágæta bosnísku og fékk að glugga í Kóraninn, það merka rit.

Það var oft erfitt að horfa upp á fjölskylduna hennar áhyggjufulla, stundum bárust engar fréttir af vinum og ættingjum í Bosníu svo vikum og mánuðum skipti. Mér leið alltaf hálf illa þegar ég fór heim í jóla og sumarfrí. Hún var alltaf jafn spennt fyrir mína hönd. Ég gat ekki ímyndað mér hvernig henni leið. Ég hefði verið í molum ef það væri allt í rúst hérna í Reykjavík, amma og afi týnd upp í sveit, vinir mínir týndir út um allan heiminn...
En þessar aðstæður gerðu okkur samt sem áður mjög nánar, tvær mjög ólíkar táningsstelpur í nýju landi. Með algjerlega ólíkar ástæður fyrir veru okkar þarna.

En svo skildu leiðir, ég flutti heim 1996 og hún fór til Sarajevo 1997.
Fyrir 10 árum byrjaði ég að leita að henni, og það var hægara sagt en gert. Um daginn prófaði ég að slá upp nafninu hennar í leitarreit Facebook. Og viti menn, hún hafði stofnað aðgang daginn áður!
Við erum báðar hálfklökkar yfir þessu og skrifumst daglega á. Og svo langar mig mikið til að fara til Sarajevo þegar fram líða stundir.

4 ummæli:

Kamilla sagði...

Þetta er yndislegt!!! Vá!

Það gekk svakalega vel í morgun hjá mér. Hlakka svakalega mikið til að hitta þig á msn eða skype og tala og tala og tala og tala og tala og tala og kannski tala smá meira.

Lovjú!

Dilja sagði...

úff já ég verð að heyra í þér almennilega sem allra fyrst!
gangi þér vel elskan mín, ég hugsa stanslaust til þín :*

Nafnlaus sagði...

vá ég táraðist alveg... en frábært að þið "hittust" aftur! Það verður gaman fyrir þig að fara að heimsækja hana :)

Dilja sagði...

já það verður það eflaust alveg rosaleg upplifun

knús til mæj pæj og mæj pæj (MB og HM)