fimmtudagur, febrúar 28, 2008

Auglýsingar

Jæja Hemmi minn!
Ég verð bara að segja það að ég er voðalega ánægð að hafa skráð mig í þennan kúrs sem ég er í uppí HR. Já ég verð bara að segja það. Mjög gaman að fá dýpri sýn inn í heim sem maður hefur brennandi áhuga á.
Sjálf er ég ekki alin upp á mjög pólitísku heimili, herre gud hvað þá íþrótta. En ég var dregin á allar menningarlega viðburði og sýningar, sjaldnast með tilliti til aldurs míns, og svo var mikið spáð í hönnun og auglýsingum. Þetta drakk ég áreynslulaust í mig í allri sinni dýrð.
Aftur að kúrsinum; en vegna hans er ég að spá í auglýsingum og markaðsetningu á annan hátt en ella. Og hef óskaplega gaman að. Er að spá í birtinga tíðni, hvernig markaðssetningin er samsett og fleira rugli.
Díses ég man ekkert afhverju ég byrjaði að skrifa um skólann og auglýsingar. Svo það er ekkert point með þessu.

Allavega; ég var að horfa á auglýsingarnar (á milli frétta og Kastljós-priiiime tiiiime) og þá kom LífÍs auglýsingin. Hún er um mann sem listar upp "hluti sem hann vill gera áður en hann verður fertugur". Ég er með svona lista. Nema bara ekki á blaði. Og alltaf þegar ég sé þessa auglýsingu hugsa ég "ok starta þessum lista og skrifa jafn óðum á hann....og svo auðvitað framkvæma"

Svona listi er örugglega skemmtilegasti "to-do" listinn af öllum. Ég mæli með þessu. Stórir og smáir draumar, allir eiga þeir heima á þessum lista. Munið bara að minningar eru það eina sem við tökum með okkur inní framtíðina...og eeeeeilífðina. Úúú!
Stundum á ég voðalega bágt með að greina á milli drauma og markmiða. Er e-r með svarið?
Hérna er eitt mjög sniðugt 43 things

Ps. Kíkið í DV um helgina. Hver veit nema ykkar einlæg sé að deila e-um leyndarmálum um sjálfa sig.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Mig langar að sjá DV...hverju ertu að deila???

Ég verð að fara að gera svona "to do" lista og FRAMKVÆMA hann

Rósa María

Nafnlaus sagði...

Ég myndi segja að markmið væru eitthvað sem að þú vinnur markvisst að ná. T.d. langtímamarkmið að klára skóla og svo skammtímamarkmið að léttast um 5 kg. Ég myndi t.d. ekki flokka það sem draum hjá mér að léttast. Nú draumar eru oft líka stærri, samt ekkert endilega en þeir eru líka breytilegir e dögum. Ég læt mig dreyma um allan fjandann. T.d. dreymir mig núna um að liggja á strönd á Ítalíu en er á sama tíma að vinna "markvisst" að því að ná næsta markmiði þ.e. klára ritgerðina mína :) En stundum renna draumar og markmið saman í eitt, held að það sé ekki spurning :)

Dilja sagði...

if you can dream it, you can do it:)