föstudagur, mars 23, 2007

VÍKINGUR VÍFILSSON


Má ég kynna ykkur fyrir honum Víkingi!!!
Hann kom í þennan hressa dúllu heim okkar kl. nítján mínutur í fimm um nótt þann 19.mars. Átti að koma þann 8.mars, en ákvað að kúra aðeins lengur í maganum hjá mömmu sinni. Sat víst í svo notalegri stellingu. Uppáhaldsstellingin núna er samt froskastelling á maganum/bringunni á foreldrum sínum. Svo er hann líka með eitt stykki tönn í neðra. Það er gáfumannamerki, segja gáfaðir menn mér. Og ég efast ekki um að hann verði gáfaður, og kannski frægur.
Hann var 16 merkur og 52 cm, alveg eins og ég (sko þegar ég fæddist). Í gær þegar ég fór að hitta hann í fyrsta skipti þá var hann svo hress og með augun opin öllum stundum. Ég gerði ekki annað en að kolfalla fyrir honum.

Velkominn í heiminn Víkingur! (ps. ég óskaði þess að þetta yrði nafnið hans, titraði úr gleði þegar ég fékk að heyra að hann honum hafi verið gefið það nafn... veih!)

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jeddúdda mía, maður er soldið mikið flottur :) skilaðu kveðju til Maríu frá mér.. yndislegt alveg hreint!

Nafnlaus sagði...

Víkingarnafnið er eina vitið fyrir sona vel tenntan víking! Kysstu yndisfríða móður hans Víkings frá mér!
-Ein sem fær alltaf eggjastokkaklingur jafnvel þó hún eigi áttatíu börn...þetta er ólæknandi sjúkdómur!

Dilja sagði...

ég skila kveðjum og kossum frá ykkur elskurnar
hlakka til að hitta hann Víking aftur:)

Nafnlaus sagði...

kysstu VíVí og mömmuna frá mömmu þinni, voðaleg dúlla er þetta!!